HÆ Júní!
Núna er kominn nýr mánuður sem þýðir ný markmið!
Ég er með litla dúllu dagbók sem ég er vanalega mjög dugleg að nota EN hef verið hræðileg seinasta mánuðinn þar sem ég hef ekki verið í neinni rútínu & er ekki enn komin í rútínu. Ég hef ákveðið að byrja aftur að skrifa af því að ég veit að ég virka best þannig.
Svona bækur eru ein besta leiðin fyrir mig til að minnka alla frestunaráráttu. Ég vil standa við það sem ég segi & framkvæma hlutina sem mig langar til að gera. Að skrifa þá niður í litla sæta dagbók sem er gerð algjörlega eftir mínu höfði er SVO GAMAN & þvílíkur munur sem ég finn á mér eftir að ég byrjaði.
Það sem ég geri er MJÖG einfalt…
JÚNÍ OPNA
Ég nota auða bók. Ég hef heila opnu þar sem ég skrifa markmið fyrir mánuðinn & svo skipti ég markmiðunum niður á vikurnar & svo niður á dagana. Á myndunum hér fyrir ofan getið þið séð litla flokka & undir þá fara (geranleg) markmið.
VIKU OPNA
Ég byrja hverja viku á því að skrifa niður markmið fyrir vikuna. Síðan skipti ég þeim niður á dagana.
Þetta tekur enga stund, þú þarft ekki nema auða bók & penna. Svo geturðu sett bókina upp nákvæmlega eins & þú vilt.
Ég næ að gera milljón fleiri hluti yfir daginn þegar ég nota dagbók. Ef þú ert eins þá mæli ég mjög mikið með Bullet Journal. Ekkert vera að ofhugsa þetta með skreytingum, bara setjast niður & skrifa!
Ég lifi til dæmis fyrir það að checka í litlu boxin ☑ fyrir framan markmiðin, það er svo GÓÐ tilfinning að enda daginn á því að fara yfir listann & checka í boxin. Svo er ekki í boði að setja sér 1000 markmið & halda að það sé hægt að klára allt á einum degi. Fínt að setja sér nokkur geranleg markmið & fara svo sáttur að sofa ???
Bók: Leuchtturm1917 A5 Dotted
Pennar: Bæði Tombow (mæli mikið með) & Panduro (mæli ekki eins mikið með)
———
Prófaðu að skrifa niður tvö markmið fyrir vikuna, sjáðu svo hvort það hjálpi!
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.
KNÚS,
Skrifa Innlegg