Færsla unnin í samstarfi með mjöll
Hefur þú heyrt um mjöll?
Ef ekki þá skal ég sko segja þér … mjöll er gullfalleg skartgripaverslun með allskonar fínu. Allir gripirnir eru handsmíðaðir á Íslandi & það sem einkennir þá er hvað hönnunin er tímalaus. Ég er ekkert smá skotin í þessu fyrirtæki, hjónin sem standa á bakvið mjöll eru svo yndisleg & það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn í búðina. Enda alltaf heitt á könnunni
Luna er nýjasta línan þeirra & gáfu þau hana út síðastliðinn fimmtudag. Luna byggir á ferskri útfærslu af klassískum formum og sækir innblástur í áferðir mánans. Þú getur skoðað nýjustu línuna þeirra hér.
Ljósmyndir – @annamargreet
Módel – @sandofagun
Hár/förðun – @steinunnosk
Ég verð að fá að segja að mjöll geymir mína allra uppáhalds skartgripi & ég gæti ekki mælt meira með. Ég er líka ein af þeim sem nennir ekki alltaf að taka af mér skartið & þessir mega einmitt fara með í sturtu, sund & handþvott! Ég elska það 
Þið getið skoðað vörurnar betur hér.
Skrifa Innlegg