fbpx

LANGT SÍÐAN SÍÐAST – LIFE UPDATE

LÍFIÐ

langt síðan síðast!!

Ég er búin að vera rosalega ringluð eftir að ég flutti aftur til Íslands EN ég finn að ég hef saknað þess verulega að setjast niður & skrifa.

Mig langaði til að taka saman seinustu vikuna hér á blogginu með ykkur …

NÝ VINNA

Eins & ég skrifaði hér undir myndina þá hef ég verið að sjá um samfélagsmiðlana fyrir Reykjavík Letterpress.
Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera … & ég er að elska vinnuna mína & öll þau verkefni sem fylgja henni!

NEGLUR

Ég & móðir mín skelltum okkur í neglur í Kringlunni … ég talaði um á instagram story að ég upplifi alveg svakalega innilokunarkennd þegar ég er með neglur en einhvernveginn þá enda ég alltaf á því að fá mér aftur. EN VITI MENN ég er búin að vera með neglurnar núna í viku & ég er eiginlega bara að elska það að vera svona mikil skvísa!

FIMLEIKA ÆFING

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá æfði ég fimleika í mörg ár, alla daga & í 3 klst á dag. Þetta var ótrúlega skemmtilegur en kröfuharður tími & eftir að ég hætti þá hvarf ég alveg frá öllu fimleikatengdu … þannig að ég hef ekki hugmynd um það hvenær ég steig seinast fæti inn í Ármann. Tilfinningin var stórfurðuleg þegar ég kom inn í salinn en vá hvað það var gaman að hitta stelpurnar & rifja upp gamla takta!

DUCK AND ROSE

Við stelpurnar hittumst í LUNCH á Duck and Rose.
Ég verð að fá að mæla með Chorizo pizzunni! Hún er guuuðdómleg.

KJÓSIN

Hef ég nefnt það áður að Kjósin er uppáhalds staðurinn minn á landinu??
Þið verðið að skella ykkur í roadtrip í Hvalfjörðinn, MUST að koma við á Kaffi Kjós í gúrmee franskar & svo halda áfram að keyra inn fjörðinn þar er svo FALLEGT!

AFMÆLI 

Ef það er einhver sem kann að halda PARTÝ þá eru það Guðrún Lind & Halli!
Þetta var svo gaman & kvöldið var bjúútífúl. OHH hvað það er gott að vera komin heim til þeirra<3

Þið megið búast við meiru frá mér á næstu dögum …
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3

KNÚS,

 

FERÐ SEM SITUR FAST Í HUGA MÉR

Skrifa Innlegg