HÆ langt síðan síðast!!
Ég er búin að vera rosalega ringluð eftir að ég flutti aftur til Íslands EN ég finn að ég hef saknað þess verulega að setjast niður & skrifa.
Mig langaði til að taka saman seinustu vikuna hér á blogginu með ykkur …
NÝ VINNA
Eins & ég skrifaði hér undir myndina þá hef ég verið að sjá um samfélagsmiðlana fyrir Reykjavík Letterpress.
Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera … & ég er að elska vinnuna mína & öll þau verkefni sem fylgja henni!
NEGLUR
Ég & móðir mín skelltum okkur í neglur í Kringlunni … ég talaði um á instagram story að ég upplifi alveg svakalega innilokunarkennd þegar ég er með neglur en einhvernveginn þá enda ég alltaf á því að fá mér aftur. EN VITI MENN ég er búin að vera með neglurnar núna í viku & ég er eiginlega bara að elska það að vera svona mikil skvísa!
FIMLEIKA ÆFING
Fyrir ykkur sem ekki vitið þá æfði ég fimleika í mörg ár, alla daga & í 3 klst á dag. Þetta var ótrúlega skemmtilegur en kröfuharður tími & eftir að ég hætti þá hvarf ég alveg frá öllu fimleikatengdu … þannig að ég hef ekki hugmynd um það hvenær ég steig seinast fæti inn í Ármann. Tilfinningin var stórfurðuleg þegar ég kom inn í salinn en vá hvað það var gaman að hitta stelpurnar & rifja upp gamla takta!
DUCK AND ROSE
Við stelpurnar hittumst í LUNCH á Duck and Rose.
Ég verð að fá að mæla með Chorizo pizzunni! Hún er guuuðdómleg.
KJÓSIN
Hef ég nefnt það áður að Kjósin er uppáhalds staðurinn minn á landinu??
Þið verðið að skella ykkur í roadtrip í Hvalfjörðinn, MUST að koma við á Kaffi Kjós í gúrmee franskar & svo halda áfram að keyra inn fjörðinn þar er svo FALLEGT!
AFMÆLI
Ef það er einhver sem kann að halda PARTÝ þá eru það Guðrún Lind & Halli!
Þetta var svo gaman & kvöldið var bjúútífúl. OHH hvað það er gott að vera komin heim til þeirra<3
–
Þið megið búast við meiru frá mér á næstu dögum …
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3
KNÚS,
Skrifa Innlegg