Þegar ég á ekki til afganga hér heima þá geri ég yfirleitt alltaf það sama í hádegismat fyrir mig og dóttur mína … egg & avocado eða eggjabrauð Mér fannst vanta smá fjölbreytni þannig að ég ákvað að spurja ykkur. Það er alltaf góð hugmynd að spurja ykkur …
Ég skellti inn spurningaboxi & fékk allskonar hugmyndir af hádegismat sem virkar líka alveg jafn vel sem kvöldmatur.
HUGMYNDIR:
Couscous, grænmeti & kjúklingur/fiskur
Kjúklingur, sætar kartöflur, brokkoli & rauð paprika
Pasta með pestó/rjóma/tómat & grænmeti sem er til
Soðinn fiskur, kartöflur, stappað með smjöri & soðið broccoli til hliðar + tómatsósa
Plate-inspo highlight hjá barnabitum. VÁ hvað er mikið af hugmyndum þar mæli með að fylgja 🧡 Skoðaðu betur hér.
Getum skoðað matseðla hjá leikskólum & fengið hugmyndir … virkilega sniðug þessi!
Hakk & spagetti
Falafel/grænmetisbuff/vegan naggar & sætar kartöflur
Eggjabrauð: þá hræriru egg með örlítið af mjólk (má sleppa) og dýfir brauðinu ofaní og svo á pönnu.
Stafasúpa
Grjónsiii – mynd frá veganistum <3
1944 af & til – dóttir hennar elskar það
Ristað brauð með avocado & olíu
Bananapönnukökur (banani, 2 egg, ca dl hafrar, smá kanill í blandara & svo á pönnu …
Setja jarðaber í pott með smá hunangi & gera ,,jarðaberjasósu” og skella því síðan út á grískt jógúrt
Quesadilla í samlokugrilli með t.d. skinku & osti sem hægt er að dífa ofan í sósu. Hægt að hafa með gúrku & gulrótafranskar
Alls konar EGG … ég er búin að mastera öll þessi! jebbsípepsíí.
Takk fyrir hugmyndirnar <3 svo er það bara að googla uppskriftirnar … Hildur Rut er mjög líklega með einhverjar sniðugar!
Skrifa Innlegg