fbpx

HORMÓNAKERFIÐ

2022LÍFIÐPEPP

NORMIÐ

Normið er hlaðvarp sem ég hef hlustað á leeengi. Sylvía og Eva sem stjórna þáttunum eru einstaklega skemmtilegar, hressar, einlægar og tala um allt eins og það er. Svo eru þær algjörir plebbar eins og þær eiga það til að kalla sig. Elska það! Kveðja einn annar plebbi.

En að þessum þætti sem mig langaði aðeins til þess að skrifa um hér. Það er þátturinn um hórmónakerfið sem fékk mig til þess að hugsa það mikið að ég varð að hlusta aftur. Þær ræða hormónakerfið út og inn.

👇🏻👇🏻

ALLS ekki vanmeta mikilvægi hormónakerfisins. Þetta er eiginlega bara undirstaða þess að þú náir jafnvægi í lífinu elsku hjartans þú. Hlustaðu, lærðu og náðu þér í ljúft og gott líf – fullt af orku og gleði og jafnaðargeði.

Ég mæli með að þið hlustið á meðan þið:
takið til, brjótið saman þvott, farið í búðina eða keyrið á milli staða …

Það eru nefnilega margir sem segjast ekki hafa tíma til þess hlusta á hlaðvörp en hér fyrir ofan hefurðu 4 mismunandi verkefni sem þú getur gert og þarft líklegast að gera yfir einum góðum þætti 🎧👌🏻

ArnaPetra (undirskrift)

HOUSE TOUR Á KANARÍ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Harpa

    6. March 2022

    Margir flottir punktar sem þær koma inn á en vil benda á það að “adrenal burnout” eða “adrenal fatigue” sem það er jafnan kallað er ekki samþykkt greining innan læknisfræði, í stuttu máli m.a. vegna þess að kortisól framleiðsla líkamans eykst þegar að líkaminn er í stress ástandi, en minnkar ekki eða klárast eins og haldið fram af þeim sem komu með þetta fram. Auðvitað þarf þó að taka öll þessi raunverulegu einkenni alvarlega en mæli ekki endilega með þvi að taka lyf eða fæðubótaefni sem hafa verið lítið eða ekkert rannsökuð, eða eru ekki undir lyfjaeftirliti. Gott ráð að fá a.m.k. annað álit hjá t.d. lækni sem sérhæfir sig í þessum málum eða skoða fleiri ritrýndar heimildir en bara þær sem styrkja einmitt þessa sömu hluti.

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt hérna, frábært að þú sért að nýta það að hvetja fólk til þess að skoða sinn eigin hormónabúskap, enda þörf umræða :)