NORMIÐ
Normið er hlaðvarp sem ég hef hlustað á leeengi. Sylvía og Eva sem stjórna þáttunum eru einstaklega skemmtilegar, hressar, einlægar og tala um allt eins og það er. Svo eru þær algjörir plebbar eins og þær eiga það til að kalla sig. Elska það! Kveðja einn annar plebbi.
En að þessum þætti sem mig langaði aðeins til þess að skrifa um hér. Það er þátturinn um hórmónakerfið sem fékk mig til þess að hugsa það mikið að ég varð að hlusta aftur. Þær ræða hormónakerfið út og inn.
👇🏻👇🏻
ALLS ekki vanmeta mikilvægi hormónakerfisins. Þetta er eiginlega bara undirstaða þess að þú náir jafnvægi í lífinu elsku hjartans þú. Hlustaðu, lærðu og náðu þér í ljúft og gott líf – fullt af orku og gleði og jafnaðargeði.
Ég mæli með að þið hlustið á meðan þið:
takið til, brjótið saman þvott, farið í búðina eða keyrið á milli staða …
Það eru nefnilega margir sem segjast ekki hafa tíma til þess hlusta á hlaðvörp en hér fyrir ofan hefurðu 4 mismunandi verkefni sem þú getur gert og þarft líklegast að gera yfir einum góðum þætti 🎧👌🏻
Skrifa Innlegg