fbpx

FYRSTA HELGIN Í ÍBÚÐINNI

2022NOOMIOUTFITSAMSTARF

HELGIN MÍN 

Ég er búin að eyða allri helginni í íbúðinni. Taka upp úr kössum, ganga frá, setja saman húsgögn & flr. Ég sem kunni ekki að halda á borvél náði að læra og redda sér. Ég er stolt af mér, það verður að segjast. Gott að vera í svona aðstæðum til að gera bara hlutina. Núna er það bara að finna stað fyrir allt dótið okkar. Ég var ótrúlega dugleg að fara í gegnum allt áður en við fórum út og tók ekki með það sem við þurfum ekki. Það var ótrúlega góð tilfinning að fara í gegnum allt og síðan flytja út með allt það nauðsynlega og allt sem var óþarfi fékk nýtt heimili.

Gizem poplin shirt: hér.

Ég setti saman nokkur outfit í story í dag þegar ég tók fötin upp úr töskunni – getur horft hér. Það voru að koma svo fallegar vörur í Noomi og mig langar að sýna ykkur líka hér fyrir ykkur sem hafið áhuga. Ég er líka með kóða sem þið getið nýtt ykkur.

Kóði: ARNAPETRA gefur 20% afslátt

Lola vest cardigan: hér.

Basic rib singlet: hér.

Elska þessa toppa – nota þá rosalega mikið bæði heima og líka undir skyrtur eða blazer.

Rita knitted top: hér.

Þessi toppur er ekkert smá fallegur bæði svona og líka við pils sem hægt er að kaupa í stíl. Læt mynd fylgja hér fyrir neðan af pilsinu …

Rita knitted skirt: hér.

Endilega nýttu þér kóðan: ARNAPETRA ef þú finnur eitthvað fallegt<3

Eigðu góðan sunnudag. Ég er allavega komin með nóg af því að vera inni og ætla að skella mér í bæinn og kaupa mér blóm 💐🌸🌻🌼 bless 👋🏻

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

FYRSTU DAGARNIR Í SKÓLANUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet

    28. August 2022

    Duglegust !

  2. Erla Kolbrún

    28. August 2022

    Vá hvað þú ert dugleg!
    Dáist að þér og vá hvað þetta er mikill draumur…