fbpx

BLESS VÄSTERÅS

LÍFIÐ

Þið sem hafið fylgst með mér á instagram seinustu daga hafið líklegast tekið eftir því að ég er stödd hér ,,heima” í Svíþjóð.
Ástæðan fyrir því að ég dreif mig aftur út var til þess að klára að flytja með Tómasi.

Planið hjá okkur var alltaf að fara saman með Norrænu til Íslands en núna eru komin glæný plön. Tómas snillingurinn sjálfur komst inn í skóla í Kalmar & ætlar að búa þar í sumar til að klára CPL sem er partur af náminu. Á meðan Tómas flýgur um loftin blá & lærir á tveggja hreyfla flugvél þá verð ég á Íslandi að vinna <3 Við tökum því bara sem skemmtilegu verkefni & förum VONANDI bara skítlétt með.

Hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir frá seinustu dögunum okkar í Västerås…
Einn góðan veðurdag þá komum við aftur til baka í heimsókn <3

& hér hafið þið tóma íbúð…

Það er ótrúlega skrítin tilfinning að vera að fara frá Västerås. Þetta er búið að vera litla heimilið okkar í tvö ár. Við sem vorum búin að gera íbúðina svo ótrúlega huggulega & fína. En núna sit ég hér uppi í rúmi & horfi yfir tóma íbúð…

Lífið í Västerås er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt & krefjandi. Núna fæ ég bara kusk í augun um leið & ég hugsa út í það að við séum að fara frá öllu yndislega fólkinu sem við erum búin að kynnast hér í Västerås.

En JÆJA bjóðum þennan nýja kafla velkominn ?❣️Við Tómas erum lögð af stað í leiðangur…

HEJDÅ VÄSTERÅS ??

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

LOKSINS NÝTT HÁR

Skrifa Innlegg