Fyrir okkur litlu fjölskylduna þá er helgin bestu dagar vikunnar því þá fáum við Emilía að knúsa Tómas ennþá meira þar sem hann er á fullu í bæði vinnu & námi (flugkennaranum). Þessa helgina eins & margar aðrar eyddum við í kjósinni fögru.
Það er fátt betra en að vakna hér við fuglasöng & kaffiilminn – Emilía er allavega á því að hér er best að vera.
Smá saga á bakvið búðarferð hjá nýrri mömmu fyrir helgina …
Á meðan Tómas var að vinna þá ákvað ég að vera sniðug & fara að versla í þessa VEISLU sem þið sjáið hér að ofan. Ég ákvað að nýta tímann á meðan Emilía var sofandi í vagninum til þess að hoppa inn í krónuna. Ég hugsaði þetta ekki alveg til enda … þarna var ég mætt ein í krónuna dragandi eftir mig bæði barnavagn & búðarkerru með enga grímu (JÁ ég gleymdi að setja hana á mig & JÁ ég skammast mín🥴). Þetta var nú meira KAOS-ið. Þið sem eruð með fleiri börn eruð duglegar verð ég að segja. Mig vantaði allavega nokkrar auka hendur enda kom Tómas & bjargaði mér úr þessum aðstæðum 😅
Eigum við að ræða þetta combo eitthvað frekar?? Nei þetta er svo SVO gott.
Þið voruð þónokkur sem spurðu um uppskrift af þessum en þetta eru amerískar pakkapönnukökur úr krónunni. Ég gæti ekki munað nafnið til að bjarga lífi mínu en ég man að umbúðirnar voru rauðar 🥞👍🏻
Kósýgalli: Noomi
Við mæðgur komum endurnærðar (🥞) heim eftir þessa helgi & erum tilbúnar í nýja viku.
Vonandi höfðuð þið það gott um helgina <3
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg