VEII hvað ég er búin að vera spennt & stressuð á sama tíma að klára þennan lista! Ég er örugglega bara alls ekkert búin að klára hann … en það verður bara að koma í ljós þegar barnið kemur 😊 Ég er að ganga með mitt fyrsta barn & þá getur maður ekki verið með allt á hreinu þó ég vildi nú óska þess að það væri til tæmandi listi sem hentar öllum.
En það er kannski GOTT að byrja á því að minna okkur á að maður þarf alls ekki að eiga allt! & þegar barnið er komið þá er enginn heimsendir ef það þarf að skjótast út í búð eftir einni samfellu eða hvað sem það er.
Listinn sem þið sjáið hér fyrir neðan er listi yfir hluti sem ég er búin að vera að púsla saman núna síðustu vikur með hjálp frá duglegu mömmunum í kringum mig ❣️
Svo er eitt sem vinkona mín sagði mér & ég held að það sé gott fyrir ykkur að heyra líka. Börnin eru svo fljót að stækka & óþarfi að eiga of mikið af öllu – það er alveg hægt að skella í vél & svo á maður pottþétt eftir að eignast uppáhalds samfellu eða flík sem maður vill eiga fleiri af. Þess vegna er gott að bíða með að MISSA sig & prófa & sjá hvað hentar hverju barni best.
… en ÓKEI ég ætla að hætta að babbla – hér er listinn:
Ég ætla að prenta listann út & styðja mig við hann. Svo væri gaman að fara yfir listann eftir einhverja mánuði til að sjá hvort eitthvað af þessu var algjör óþarfi eða að ég hafi kannski alveg steingleymt einhverju … hver veit! Það eru engin tvö börn eins & ég sá það svo vel þegar ég talaði við mömmurnar í kringum mig af því að það var sumt sem kannski hentaði einni en ekki annarri.
Þið megið svo auðvitað kommenta hér fyrir neðan ef það er eitthvað sem þið takið eftir að ég er að gleyma. Það er alltaf gaman að fá TIPS frá ykkur.
Vonandi getur þetta hjálpað ykkur sem eigið von á litlu krúttrassgati 👶🏼
Skrifa Innlegg