Þessi litli sæti drengur heitir Hinrik og er níu mánaða englabossi. Hann hefur alla tíð verið með slæmt excem sem engin krem hafa dugað á þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Foreldrar hans eru búin að reyna sterakúra, þrjú mismunandi sterakrem og einnig sveppakrem en alltaf sama sagan, svona eins margir kannast líklegast við. Mamma hans, hún Bryndís Kolbrún, tók þessar kroppamyndir af honum fyrir nokkru síðan en þar sjáið þið excemblettina á efri part líkamans. Hún segir að excemið hafi verið búið að versna til muna frá því þær voru teknar og því er áragurinn enn ótrúlegri en við sjáum hér á þessum myndum.
Bryndís las bloggfærsluna mína sem ég skrifaði 21.janúar en þar talaði ég um hvernig hampfræ hjálpuðu Emanuel syni mínum að losna við mjög slæmt excem sem hafði hrjáð hann frá því hann var kornabarn. Í kjölfarið ákvað hún að prufa líka og nú þremur dögum síðar, 23. janúar, er excemið svo gott sem farið.
Myndir hér að neðan voru teknar í morgun og eins og þið sjáið að þá er árangurinn glæsilegur.
Það eina sem mamma hans hefur gert er að setja eina matskeið af hampfræjum í grautinn hans tvisvar á dag, kvölds og morgna, og drengurinn er á góðri leið með að ná fullum bata.
Ég vil taka það fram að ég er ekki sponseruð af neinu fyrirtæki og því er þetta ekki auglýsing. :) Ég er bara glöð móðir sem uppgötvaði fyrir tilviljun fæðu sem virkilega bjargaði húð barnsins míns og því finnst mér kjörið að dreyfa boðskapnum hér á Trendnet. Þegar ég sá þessar myndir í morgun hoppaði ég næstum hæð mína af gleði ! Að sjá að þetta sé að hjálpa fleirum en mér og mínum gerði daginn minn frábæran :-)
Að lokum þakka ég Bryndísi Kolbrúnu og Hinriki kærlega fyrir að leyfa mér að birta þessar myndir hér á blogginu, takk.
Skrifa Innlegg