Superman indjáni á leiðinni heim úr leikskólanum í dag.
Þið eruð örugglega sammála mér að finnast skemmtilegra að kaupa föt á börnin ykkar en ykkur sjálf en eitt af því skemmtilegast sem ég geri er að komast í GAP þegar búðin er full af flottum barnafötum – og þannig var hún í Mílanó um daginn ! :-)
Ég get nú hakað við fernt á listanum góða í blogginu Cool Mom Picks. Ég hafði víst keypt slaufuna í sumar en ekki munað það ( úbbs) en svo keypti ég þessa brúnu úlpu sem hann er í á myndunum í GAP í Mílanó í síðustu viku. Mig grunar síðan að bláa úlpan sem og skórnir með appelsínugulu reimunum muni síðan leynast í jólapökkunum í ár ( jeijjj).
Efsta myndin er gömul mynd af Emanuel þegar hann var minni en þá átti hann svipaða úlpu, einnig úr GAP, sem ég var svo ánægð með og notaði svo mikið. Ég var því alsæl þegar ég gekk inn í búðina full eftirvæntingar og sá þessa fínu brúnu úlpu, svo svipuð og þessi gamla, blasa við mér á slánni !
Supermanpeysan er líka úr GAP en venjulega kaupi ég ekki neitt með teiknimyndafígúrum á, því mér finnst það ekki fallegt. En það er smá undantekning með þessa peysu, hún er í góðum gæðum og supermanmerkið er bara nokkuð flott. Ég keypti reyndar líka þessi Spiderman náttföt en þau eru eins mögulega flott og spidermannáttföt geta orðið, því buxurnar eru sérstaklega vel heppnaðar. Náttslopparnir frá GAP eru líka æðislegir og Emanuel elskar að fara í sinn eftir bað. Þeir eru rosalega mjúkir og þægilegir og á mjög fínu verði. Að lokum verð ég að sýna ykkur þessa úlpu, en mér finnst hún svo flott og verð því lífsnauðsynlega að kaupa hana líka ( er ekki allt í lagi að barnið eigi fimm úlpur ? ;-). Já ég sagði ykkur þetta, ég verð alveg óð þegar það er flott í þessari blessuðu búð!
En semsagt. Tilgangurinn með þessari færslu var að sýna ykkur úlpuna hans Ema, á alla mögulega kanta. Ég gekk reyndar svo langt og keypti eins á Emil í Pull&Bear sem ég er einmitt í á myndinni. Mér finnst nefnilega voðalega sætt að hafa þá eins klædda, en það er önnur saga. :-)
Skrifa Innlegg