fbpx

Pattra S.

AUÐVELDUR EFTIRRÉTTUR

a la Pattra

 Það er heldur betur kominn tími á matarblogg.. Þennan eftirrétt smakkaði ég fyrst hjá vinkonu minni í Álaborg, eftir það hef ég gert hann margsinnis sjálf en þó með mínu eigin ”twisti” -auðvitað. Fyrr í vikunni var ég með matarboð hérna heima og eftirrétturinn vakti vægast sagt mikla lukku en það er einstaklega auðvelt og fljótlegt að mixa hann saman. Hér koma myndaleiðbeiningar, ég vona að þið prófið og trítið ykkur!

SONY DSC

Ég veit ekki hvort að þetta kex sé til á Íslandi en það er ekki svo ósvipað piparkökum, ég notaði heilan svona pakka fyrir 4 en kexið er sett í matvinnsluvél með klípu af (mjúku)smjöri

SONY DSC

Síðan er mixið sett í fat og þéttað saman en þá lítur þetta svona út, mæli með því að setja fatið aðeins inn í kæli á meðan þú græjar restina

SONY DSC

 Ég þeyti síðan rjóma saman við vanilluskyr 50/50 set einnig cirka 1 matskeið af vanilluskykri út í

SONY DSC

  Rjómaskyr mixið sett yfir

SONY DSC

 Þá er aftur spurningin hvort að svona berjasósa fáist á Íslandi, hér í DK sér maður svona í öllum búðum en næsta skrefið er að hella henni aðeins yfir eins og sést á myndinni ATH að ég hef einnig notað jarðaberjasósu þannig að um að gera að prófa sig áfram

SONY DSC

 Að lokum strái ég bláberjum&jarðaberjum yfir ásamt þurrkuðu kókósi

Þetta klikkar aldrei og það tekur ekki nema korter að henda í þennan eftirrétt. Eins og ég segi þá er um að gera að prófa sig áfram, ég hef til að mynda sett marsbita í botninn með kexinu og bakað í ofni í smá stund þar til súkkulaðið er bráðnað og síðan endurtek ég leikinn. Nammi.

..

I make this dessert quite often but it’s very easy to make and takes just about 15 minutes. I use caramelized sugar&cinnamon biscuits for the base by putting it thru the food processor with a bit of soft butter. I press it into the bowl like shown in the picture and keep it in the fridge whilst working on other elements. Next step is to whip together creme and vanilla skyr 50/50 and add about tablespoon of vanilla sugar to the mix then it goes on top of the biscuits. The cherry sauce is put on top of the creme, fallowed by blueberries&strawberries and dried coconut. Voila! -You got yourself an easy dessert that everyone would enjoy!

PATTRA

GATSBY INSPIRED

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. LV

    10. November 2013

    Bæði kexið og sósan er til hérna heima :)

    -LV

    • Pattra S.

      10. November 2013

      Snilld :) Þá ætti að vera auðvelt að prófa þetta gotterí!
      Takk fyrir info-ið.

  2. Reykjavík Fashion Journal

    10. November 2013

    ohh ég elska þennan rétt! Geri hann oft – en ótrúlega sniðugt að strá kókosnum yfir – þarf klárlega að prófa það næst – snillingur :*

  3. Agata Kristín

    10. November 2013

    haha vá en fyndið :) var einmitt að smakka svona mjööög svipað í fyrsta sinn í dag.

  4. Gunna Lísa

    12. November 2013

    Namm en girnó! Sniðugt að strá kókósi yfir og ferskum berjum, verð að prófa það næst :)

  5. Hildur

    13. November 2013

    Haha en fyndið, amma mín hefur gert mjög svipaðan eftirrétt í mörg ár! Hún brýtur kexið í litla bita og hrærir með skyrinu og rjómanum, það er geðveikt, þá fær maður svona einn og einn crunchy kexbita með. Svo blandar hún líka niðursoðnum ávöxtum (í staðinn fyrir berin) saman við þetta allt saman, og kirsbuerjasósuna ofan á. Ótrúlega gott, og þín útgáfa er eflaust ekkert síðri ;)

  6. Pattra S.

    13. November 2013

    Ótrúlega skemmtilegt að heyra frá ykkur. Greinilega þrusuvinsæll þessi réttur.
    Namm Namm :)