fbpx

COS

FötMyndirNýttPersónulegtVerona

IMG_5989

IMG_5993

IMG_6005

IMG_6035

IMG_6036

IMG_6113

IMG_6106

Eins og ég hef áður talað um að þá var COS að opna hér í miðborg Verona mér til mikillar ánægju. Ég hafði aldrei áður farið inn í þá búð en hafði einungis heyrt um hana t.d hér á Trendnet og var því mjög spennt fyrir þessari nýju opnun. Heimasíðan þeirra er ekkert rosalega flott að mínu mati og því miklu skemmtilegra að sjá fötin “live”. Ég mæli auk þess með því að þið mátið fötin áður en þið kaupið þau því stærðirnar eru mjög stórar. Ég tók t.d 34 í þessum kápum en ég tek venjulega 36.

Það kom mér á óvart hvað flíkurnar eru í góðum gæðum og á mjög fínu verði miðað við hversu góð fötin eru. Ég átti einmitt samtal við glæsilega konu um daginn sem á og rekur fataverksmiðju hérna í Verona og hún vildi meina að COS væri með lang bestu gæðin af þeim mainstreem búðum sem eru í gangi og er ég hjartanlega sammála henni.

Báðar kápurnar hér að ofan kosta u.þ.b 200 evrur og eru algjörlega hverrar krónu virði. Efnið í þeim er svo flott og þær munu vafalaust koma að góðum notum á köldum ítölskum vetrardögum en veturnir hér í Verona eru frekar kaldir, ólíkt því sem margir halda :-)

Föstudagsblómin eru svo á sínum stað en þessi sem er búinn að vera sárlasinn alla vikuna fékk að setja þau í vasann í þetta skiptið ( og sulla með vatnið í blómavasanum í leiðinni ).

Góða helgi !

29m2

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

    • Aldís

      27. October 2013

      Ætlaði einmitt að segja – VÁ . .. GUÐ MINN GÓÐUR, hvað myndin af ykkur er svakalega flott svona risastór <3

      • Ása Regins

        27. October 2013

        haha já Aldís, þú ert soddan SNILLINGUR !!!!

  1. GuðríðurG

    25. October 2013

    Á identical kápu úr Zöru – bjútífúl !

  2. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    26. October 2013

    Sjá litla engilinn og allt fína hárið hans <3 Þessar kápur lúkka ekkert smá vel!