fbpx

Pattra S.

GEITAROST FYLLTUR KJÚLLI

a la Pattra

Heima er svo sannarlega best, sérstaklega eftir Truman Show ferðalagið mitt. Mér finnst með eindæmum gott að vera komin aftur í eldhúsið mitt og hér kemur hinn vikulegi matarpóstur eftir að hafa misst úr í síðustu viku þegar ég var á Íslandi.

Ég geri þennan rétt í ýmsum úrfærslum, að þessu sinni notaði ég geitarost í fyrsta sinn og úrkoman var ljómandi góð. Það er afar sterkt bragð af ostinum en maður þarf ekki að vera aðdáandi hans til þess að kunna að meta þennan rétt, nú tala ég af reynslu!

SONY DSC

Það sem þú þarft..

  • Kjúklingabringur
  • Sólþurrkaðar tómatar & Rautt pestó
  • Geitarostur
  • Kalkúnabeikon
  • Krydd eftir smekk ég var með: timían, salt&pipar, paprika, hvítlauksduft, cayenne pipar

SONY DSC

Byrja á því að skera bringuna þannig að hún opnist eins og bók

SONY DSC

Fylla hana með sólþurrkuðum tómötum, pestó og geitarosti -krydd eftir smekk

SONY DSC

Svona lítur bringan svo út lokuð

SONY DSC

Næsta skrefið er að vefja bringunum með kalkúnabeikoni, brúna þær aðeins í pönnu svo að lokum elda þær í ofninum á 190 gráðum í ca 40-45 mínutur eða þar til þær eru fulleldaðar.

SONY DSC

Borið fram með hrísgrjónum, salati, sætum kartöflum, cous cous eða hvað sem hugurinn girnist.. Hversdags gourmet!

..

Finally I’m in my kitchen again, made this gourmet&easy stuffed chicken breasts the other day. Extra yummy for all of you goat cheese lovers out there and even though you are not a fan it’s just as good. Stuffed with goat cheese – sun dried tomatoes – red pesto and spices of your choice(thyme, paprika, garlic powder, salt&pepper). Wrapped in a turkey bacon and browned in the pan then finished in the oven until cooked thru.

PATTRA

WISHBONE-AFTUR

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Helena

    3. October 2013

    Finnst matarbloggin þín einstaklega girnileg og spennandi! Ætla að prófa þetta við tækifæri – einfalt, hollt og gott :)

    • Pattra's

      4. October 2013

      Ofsa gaman að heyra :)
      Mæli með að þú prófir, þú getur auðvitað notað hvaða ost sem er. Ég hef td verið að vinna með brie og camembert.
      Nammi gott og einmitt voðalega einfalt!

  2. Sigga

    4. October 2013

    Geitaostur er algjört sælgæti. Ætla að prófa þennan rétt við tækifæri en annars mæli ég með geitaosta salatinu á Bang & Jensen á Istegade næst þegar þú ert í Köben.

    • Pattra's

      5. October 2013

      Það er einmitt snilldar geitarostasalat á Cafe Englen í Aarhus.
      Goat cheese is growing on me ;)

  3. Anna Steina Finnsdóttir

    5. October 2013

    Takk fyrir uppskriftina. Prufaði þetta á fimmtudaginn, ekkert smá gott. Delicious :)

    • Pattra's

      5. October 2013

      Ánægð með þig :)

  4. Baldvin

    5. October 2013

    Hvar færðu eiginlega kalkúnabeikon? Þú veist kannski líka hvar maður fær kalkúnapepperoni?

    • Pattra's

      5. October 2013

      Sko, Kalkúnabeikon uppgötvaði ég nefnilega hér í DK!
      Maður getur auðveldlega fengið það hvar sem er, td í Rema, Kvickly, Fotex.
      Það sama með kalkúnasamali með pepperoni, hins vegar er ég ekki alveg með á hreinu hvað þetta fæst á Íslandi.
      Mér dettur helst í hug Hagkaup, eða jafnvel í Kosti ?