Kokteill helgarinnar er hinn dásamlega ljúffengi Pornstar Martini. Hafið þið prófað hann? Mjög bragðgóður kokteill sem er bæði sætur og súr með vanillu- og ástaraldini. Hann inniheldur vodka, passoa, ástaraldin, vanillu sykursíróp, sítrónusafa og egg. Vinkona mín var búin að mæla með þessum drykk svo ég varð bara að prófa að útbúa hann og hann tikkar í öll boxin. Mæli með að þið brettið upp ermarnar og prófið þennan um helgina ♥
Fyrir 1
15 ml Passoa
40 ml vodka
25 cl safi úr sítrónu
25 cl Vanillu sykursíróp
½ ástaraldinn
1 egg eða 25 ml kjúklingabaunasafi
(Sumir setja prosecco skot útí drykkinn en það þarf alls ekki)
Aðferð
- Hellið Passoa, vodka, safa úr sítrónu, sykursírópi með vanillu, innihaldi úr ástaraldininu og eggjahvítu (eða kjúklingabaunasafa) í kokteilhristara. Hristið vel í 15 sekúndur.
- Bætið klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
- Hellið í glas í gegnum sigti og njótið
Tips: Ef að þið viljið ekki fá fræin úr ástaraldininu með þá er gott að sigta þau frá áður en það fer í hristarann.
Sykursíróp með vanillu
200 g sykur
2 dl vatn
1 vanillustöng
Aðferð
- Setjið vatn, sykur og vanillustöng í pott.
- Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
- Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
SKÁL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg