Fyrstu dagarnir hér í stokkholmi hafa verið lærdómsríkir, skemmtilegir, erfiðir, margar lestaferðir, margar vitlausar lestaferðir, krefjandi, mikil sænska sem ég ELSKA & svo er þetta hreinlega búið að vera frábært! Ég er ekkert smá heppin að fá að vera hérna. Þakklætið felur sig ekki. Það eina sem vantar er fjölskyldan mín, sem ég sakna svo! Það erfiðasta hefur verið að vera frá þeim en þau koma bráðum og þá verður allt betra.
Skólinn er á öðru leveli professional. Ég finn það strax að ég á eftir að læra miiiikið hér. Það eru búnir að koma 7 virtir aðilar í bransanum & halda fyrirlestur. Ljósmyndarar, director of photography, assistant fyrir virta ljósmyndara, myndvinnslu maður, art director, art buyer & svo mikið fleira spennandi! Mér líður ekki eins & ég sé í skólanum. Kannski er þetta tilfinningin sem maður á að upplifa þegar maður er að læra eitthvað sem maður hefur mikinn áhuga á.
Sænskan hefur gengið mjög vel hingað til! Eftir að hafa talað við Möggu vinkonu sem býr hér þá ákvað ég daginn áður en skólinn byrjaði, að tala bara sænsku. Það hefur gengið betur en ég þorði að vona & ef það er eitthvað sem ég skil ekki þá spyr ég bara. Ég var hörð á því að ég vil ekki að fólk breyti yfir í ensku bara fyrir mig. Ég er hér í námi sem er á sænsku & þá vil ég bara henda mér í djúpu. Ég er búin að segja alls konar bull … það er búið að gerast mjög oft. Stundum þegar ég finn ekki orðið þá tala ég íslensku bara til að prófa & sjá hvort það sé sama orð haha! Þetta reddast & þetta kemur smám saman.
Fyrsta vikan byrjar með trompi! Ég þarf að skila inn tveimur verkefnum á morgun & fara í munnlegt próf. Wish me luck!
Farin að læra …
Skrifa Innlegg