fbpx

HELGARKOKTEILLINN: JÓLA MÍMÓSA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn er jólaleg mímósa en í henni er júffengt rose kampavín og trönuberjasafi. Afar góð blanda sem passar vel með brönsinum á aðventunni eða bara til að njóta hvenær sem er. Ég þek brúnirnar með kanil og hrásykri til að fá extra jólalegan drykk. Algjört nammi.  Fallegu glösin eru úr Heimahúsinu og fást hér.

Einn drykkur
1 dl
Nicolas Feuillatte Rose Champagne
1 dl trönuberjasafi
2 msk hrásykur
1 tsk kanill

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda saman kanil og hrásykri og dreifið á disk.
  2. Dýfið brúninni á glasinu í vatnið og látið leka af í nokkra sekúndur. Dýfið svo glasinu í kanilsykurinn og þekið brúnina með honum.
  3. Hellið trönuberjasafa í glasið.
  4. Hellið kampavíninu varlega útí og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFURGOTT TACO MEÐ ANDACONFIT

Skrifa Innlegg