fbpx

HOLLT AÐ FARA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN

2021LÍFIÐ

 

ÍSLAND Í DAG

Í gær var sýnt viðtal við okkur fjölskylduna í Ísland í dag á stöð 2.
Í viðtalinu spjölluðum við Tómas við hana Sigrúnu Ósk, aðallega um YouTube & lífið. Svo fékk Emilía auðvitað að tjá sig aðeins & sýna hvað hún getur með því að skila mjólkinni sem ég var nýbúin að gefa henni 😂🤍 algjör snillingur þetta barn!

Ég verð að segja að það er alltaf hollt að fara út fyrir þægindarammann þó það geti verið hunderfitt. Ég var til að mynda mjög & þá meina ég MJÖG stressuð fyrir þessu viðtali en ég er ekkert smá stolt af okkur að hafa kýlt á þetta. Ég var heldur betur ósofin & mér leið eins & ég hafi ekki vitað hvað ég væri að segja & svo gleymdi ég ÖLLU eftir viðtalið (brjóstaþoka HALLÓ??) 😅 En þetta kom ótrúlega vel út & það var ekkert smá gaman að sjá allar þessar minningar koma saman í eitt myndband.

Takk fyrir jákvæða umfjöllun & takk þið sem horfðuð <3

Þið sem eigið eftir að horfa getið séð viðtalið hér.
Eða lesið greinina inná vísi hér.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

ÞREYTT MAMMA

Skrifa Innlegg