Gleðilegan bóndadag! Ég hef kannski nefnt það áður en Whiskey sour er einn af mínum uppáhalds kokteilum og líka hjá mínum bónda. Það er heldur betur tilefni til að bjóða upp á einn slíkan í kvöld. Hér kemur uppskrift af einum klassískum Whiskey sour sem slær alltaf í gegn!
1 kokteill
6 cl Jeam Beam Black viskí
Nokkrir dropar angostura bitter (má sleppa)
3 cl safi úr sítrónu
3 cl sykursíróp
1 eggjahvíta
Klakar
Appelsínusneið
Aðferð
- Hellið viskí, safa úr sítrónu, sykursírópi og eggjahvítu í kokteilahristara og hristið þar til kokteilinn byrjar að freyða. Bætið klökum saman við og hristið vel.
- Hellið í glas í gegnum síuna og toppið með appelsínusneið. Mér finnst gott að setja klakana með.
Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn
- Setjið vatn og sykur í pott.
- Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
- Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
SKÁL & GÓÐA HELGI!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg