Gleðilegan sunnudag! Jæja einhver ykkar man eftir föstudagslistanum sem ég gerði oft. Ætla að skipta því yfir í sunnudagslista- finnst það passa betur fyrir mína rútínu. Þannig hér kemur hann –
Föt dagsins:
Í dag er ég klædd í tech fleece galla með hárið í snúð og no make up. Ég er held ég í fysta sinn í nokkra mánuði ekki með neitt plan. Ég er að elska það – svaf aðeins lengur en venjulega, tók vikuþrifin heima, tók smá æfingu (fyrsta í langan tíma) og ligg núna uppí sófa með tölvuna að horfa á Bachelorette – fullkomið.
Skap dagsins:
Er í mjög góðu skapi myndi ég segja – ég viðurkenni það sem að síðustu vikur hafa verið skrítnar, mikið stress og allskonar. En ég held að ég sé öll að koma til og góðir tímar framundan.
Lag dagsins:
Líklega Monster og Wonder með Shawn Mendes – en annars líka alltaf Frank Ocean. En svo styttist í að ég fari að hlusta á jólalög – er aðeins byrjuð að hlusta á nýju jólaplötuna hennar Jóhönnu Guðrúnu líka.
Matur dagsins:
Ég ætla held ég að elda pasta í kvöld. Hef ekki verið dugleg að elda heima síðustu mánuði. Líklega svona 1x í viku – en hef tíma í dag og ætla að gera eh gúrme pasta með sólþurrkuðum tómötum og sveppum.
Það sem stóð uppúr í vikunni:
Það var líklega að fara út að borða á Sushi Social í gær – svo dýrmætt að komast aðeins út þótt það var ekki nema bara í klukkutíma og sitja á veitingastað. Auðvitað voru sóttvarnir uppá 10 og allt það en samt svo geggjað nice að gera eitthvað aðeins meira out there en að vera heima hjá sér endalaust.
Óskalisti vikunnar:
Er með eina nike sneakers á heilanum sem ég finn hvergi, eru uppseldir allstaðar. En annars er ekki mikið á óskalistanum hjá mér þessa stundina, nema kannski eh góð ilmkerti. Svo mikið must á þessum árstíma að vera með kertaljós.
Plön vikunnar:
Næsta vika verður mikil vinna og síðan smá svona jólastúss. Annars næstu helgi er planið að fara aðeins útúr bænum og er ég ekkert smá spennt. Líður no joke eins og ég sé að fara til útlanda.
Þangað til næst og eigið góðan dag!
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg