Hér kemur ein súper einföld uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Kötlu. Grilluð smákaka með heitri karamellusósu og borin fram með ís og ferskum berjum. Það er frábær hugmynd að taka tilbúið deig í útileguna eða sumarbústaðinn og smella á grillið. Eina sem þarf er smákökudeig frá Kötlu, álbakki og bökunarpappír. Svo er hægt að prófa sig áfram með meðlæti, rjómi, ís, ber, ávextir o.s.frv. Smákökudeigin frá Kötlu eru öll mjög ljúffeng og eru til í þremur bragðtegundum. Þau fást í Nettó, Hagkaup, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Heimkaup.is. Þið getið lesið meira um þau hér.
1 Súkkulaði smákökudeig frá Kötlu
Karamellusósa
Fersk ber
Ís
Aðferð
- Hitið grillið og stillið á vægan hita.
- Takið smákökudeigið úr pakkningunni. Dreifið smákökudeiginu í eina stóra smáköku á álbakka sem þakinn er bökunarpappír.
- Grillið smákökuna í 10-15 mínútur eða þar til hún er tilbúin.
- Gott að bera fram með karamellusósu, ferskum berjum og ís eða hverju því sem hugurinn girnist.
EIGIÐ YNDISLEGA VERSLUNARMANNAHELGI & VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg