Buxur – Levis 501 Vintage
Bolur – Nakd Gallerí 17
Taska – Prada Vintage
Föt dagsins:
Í dag er ég klædd í ræktarföt þar sem ég er að peppa mig að taka æfingu hérna heima.
Skap dagsins:
Ég er frekar góð – fer mjög hratt upp og niður þessa dagana en myndi segja að ég sé mjög hress í dag.
Lag dagsins:
Í þessum töluðu orðum er ég að hlusta á Stuck With You með Ariana Grande og Justin Bieber í fyrsta skiptið, held að að þau gáfu þetta lag út bara í gær eða eitthvað.
Matur dagsins:
Í dag ætla ég að elda með vinkonum mínum pítu. Ég var ekki búin að borða pítu í no joke svona 4 ár og núna er þetta eina sem mig langar í. Ég uppgötvaði vegan pítusósu frá Jömm og vá svo góð. Set svo fullt af fersku grænmeti, falafel bollum og hummus – its amazing.
Það sem stóð uppúr í vikunni:
Í þessari viku var ég mikið með vinkonum mínum – held að það sé klárlega það sem stóð uppúr. Fengum okkur morgunmat saman á Kaffi Vest sem er btw sjúklega góður. Mæli með hafragrautnum. Keyptum okkur líka nýtt rúmm og vá ég er búin að sofa eins og ungabarn í því!
Óskalisti vikunnar:
Það er ekki mikið á óskalistanum viðurkenni – er ekki mikið með hugann við það þessa dagana. En væri samt mega til í hvítar vintage levis buxur fyrir sumarið. Þarf að fara í smá mission og kíkja í vintage búðir og skoða!
Plön helgarinnar:
Um helgina er ég að fara í bústað með vinkonum mínum, borða góðan mat og njóta í góða veðrinu. Þessi helgi verður æði – síðan fæ ég líka Aríu (puppy) mína í pössun og síðan ætlum við að prufa grillið sem við vorum að kaupa í fyrsta skiptið! Það er ekkert betra en grillmatur –
Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg