fbpx

HÆ TRENDNET!

UM MIG

Hæ&hó fallegu Trendnet lesendur!

Arna Petra heiti ég & er splúnkunýr bloggari hér á Trendnet.

Ég hef verið Trendnet lesandi í mörg ár & STÓR aðdáandi! Ég er mjög spennt fyrir því að vera partur af þessum frábæra hópi & flotta miðli sem Trendnet er. 

TAKK elsku besta Elísabet fyrir að vilja hafa mig með <3

Ég er 22 ára, fædd & uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að búa allt annarsstaðar en á klakanum og fyrir um tveimur árum rættist sá draumur. Við Tómas Ingi (kærastinn) fluttum til Västerås sem er lítil & sæt borg staðsett rétt fyrir utan Stokkhólm. Þar stundar Tómas flugnám & á meðan hef ég verið að vinna á Steam Hotel. Við erum hins vegar að flytja til Íslands núna í þessum mánuði en við sjáum til hvað við endumst lengi hér á ÍSlandinu. Ævintýraþráin er mikil get ég sagt ykkur.

Ég myndi segja að ég sé jákvæður rugludallur sem lifir í óvissunni endalausu…ég er bara ein af þeim sem hefur ekki hugmynd um hvað ég vil gera í lífinu sem er að mínu mati bara alls ekkert stress. Ég elska bæði að blogga, taka fínar myndir & að taka upp myndbönd fyrir YouTube um allskonar vitleysu sem mér dettur í hug. Þar liggur áhugi minn . . . ég er alla vega ekki í neinni óvissu með það:)

Ég hef sjálf verið að skrifa á bloggsíðunni minni arnapetra.blog í bráðum tvö ár. Þar hef ég verið að skrifa um allt frá heimsreisu – sem var ævintýri lífs míns, skemmtilegum ferðalögum og til hversdagsleikans heima í Svíþjóð.

Hér megið þið búast við mjög svipuðu, eiginlega bara bland í poka af allskonar skemmtilegu. Ég er til dæmis mjög spennt fyrir því að ferðast innanlands & það væri gaman að taka ykkur með. 

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með & ég er spennt að fá að kynnast ykkur Trendnet lesendum betur.

instagram: @arnapetra

KNÚS & eigðu gott kvöld kæri lesandi,

- HUGMYNDIR TIL AÐ GERA HEIMA -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    3. May 2020

    VELKOMIN, loksins! <333333333

    • Arna Petra

      3. May 2020

      Jeiiii TAKK<3<3<3