fbpx

ALLT UM BÚDAPEST

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Fyrst og fremst gleðilegt nýtt ár elsku fólk, vona að þið hafið öll haft það yndislegt yfir hátíðarnar með fólkinu ykkar. Ég átti klárlega bestu jólin með fólkinu mínu og margar notalegar stundir. En í dag langar mig að segja ykkur frá Búdapest. Bergsveinn kom mér á óvart á afmælisdaginn og bauð mér í ferð til Búdapest. Við eyddum 4 dögum í borginni með vinafólki okkar og vá þessi borg kom mér virkilega á óvart. Gríðalega falleg borg og svo ódýr! Ekkert smá gaman að leyfa sér að fara fínt út að borða öll kvöld og njóta í botn.

Veitingastaðirnir sem stóðu helst uppúr voru Tokio sem var fínn asian fusion veitingastaður með besta pad thai ever. Síðan var Indigo indveskur veitingastaður sem ég fékk líklega bestu máltíð sem ég hef fengið á ævinni, ekki að grínast. Ég mæli samt með því að panta borð tímalega á veitingastöðum, lentum einu sinni í því að finna engan stað og fullt á öllum stöðunum.

Fólkið í Búdapest var ekkert of vinaleg en heldur ekkert ókurteis. Ég væri 100% til í að heimsækja Búdapest aftur þar sem ég náði ekki alveg að sjá og gera allt sem mig langaði til. Held að það væri yndislegt að fara þangað þegar vorar. En annars ætla ég ekki að hafa þetta eitthvað mikið lengra, en ekki hika við að spyrja mig ef ykkur langar í einhver frekari tips um Búdapest.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

HINN FULLKOMNI RAUÐI VARALITUR

Skrifa Innlegg