fbpx

BANANA MUFFINS MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi uppskrift er skrifuð í samstarfi við NOW

Þegar maður á mikið af þroskuðum bönunum þá er ekkert annað í stöðunni en að baka úr þeim! Þroskaðir bananar eru svo mikil snilld í bakstur þar sem þeir eru mun sætari en venjulegir bananar. En þessar muffins eru sykurlausar, glutein lausar og vegan! Mjög einfaldar og bragðgóðar. Mæli með þið prófið!

Innihald: 

2 þroskaðir bananar
60 gr möndlusmjör
60 gr Sweet like Sugar
60 gr af ristuðu möndlusmjöri
60 gr kókoshnetuhveiti frá NOW – fæst hér 
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft

Extra – pekan hnetur

Aðferð: 

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráður. Blandið saman öllum blautu hráefnunum vel saman. Bætið þurrefninum við og hrærið vel. Setjið í muffins form. Uppskriftin er fyrir sex muffins. Bakið í 25 mín. Leyfið þeim að kólna áður en þið smakkið á þeim!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

LAUGARDAGS OUTFIT

Skrifa Innlegg