fbpx

NEW HAIR

HAIRLÍFIÐPERSÓNULEGT

Stundum er nauðsynlegt að breyta til! Ég á mjög erfitt með að gera stórkostlegar breytingar á hárinu mínu þar sem ég hef aldrei litað á mér hárið né sett neitt eins og strípur og/eða skol. Breytingin sem átti sér stað á dögunum er samt ansi mikil á mínum mælikvarða en við tókum heila 40 cm af hárinu mínu. Alla tíð hef ég verið með mjög sítt hár og lítið þorað að breyta því. Við (og þegar ég segi “við” þá ég ég við okkur mömmu – en hún er gömul hárgreiðslukona sem hefur alla tíð klippt mig), klippum alltaf slatta af hárinu mínu ca. árlega og finnst mér það alltaf mikil viðbrigði strax í kjölfarið. Hárið mitt hefur hinsvegar alltaf verið fljótt að vaxa aftur og ég því ekki munað lengi eftir því að hafa verið “stutthærð”. Í þetta skiptið tókum við meira en nokkru sinni fyrr og voru það því mikil viðbrigði fyrir konuna sem hefur nánast alltaf verið með rassa-sítt hár. Alltaf gaman að breyta til – er þetta ekki bara allt í lagi? 


Forever síðhærða konan hefur kvatt í bili!

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

WEDDING OF THE YEAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1