Þessi færsla er gerð í samstarfi við Coca-Cola á Íslandi
Þegar mig langar í skyndibita sem er mjög sjaldan þá elska ég langar mig alltaf í sterka Buffalo kjúklingavængi og heimagerða gráðosta sósu. Ég er nokkrum sinnu búin að gera það heima hjá mér og baka þá í ofni sem er hollara en að fara að fá sér þá á veitingastöðum vil ég trúa.
Hér kemur ein skotheld uppskrift af stökkum kjúklingavængjum með sterkri og góðri sósu eins og þú færð hana á veitingarstöðum. Þetta er einnig góð uppskrift fyrir partý með pinnamat og smábitum.
Hráefni
800g – 1 kg Kjúklingavængir
1 msk lyftiduft
½ tsk pipar
½ tsk hvítlauksduft
½ bolli Buffalo sósa
4 msk brætt smjör
1 msk hunang
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið ofngrind ofan á ofnplötu, penslið grindina sem smá olíu.
Setjið alla kjúklingavængina í eina stóra skál með lyftiduftinu, salti, pipar og hvítlauksdufti.
Blandið öllu vel saman með höndunum. Raðið á ofngrindina og bakið í ofninum í 30-35 mínútur þangað til þeir eru orðnið gullbrúnir og stökkir.
Finnið til litla skál og þeytið saman Buffalo sósuna, brædda smjörið og hunangið.
Hellið sósunni yfir kjúklinginn og blandið vel saman.
Berið fram með sellerí sneiðum, gulrótum og gráðostasósu.
Heimagerð gráðostasósa
1 bolli mulinn gráðostur
½ bolli sýrður rjómi
½ bolli mæjónes
½ tsk sítrónu safi
¼ tsk hvílauksduft
Smá salt & pipar
Blandið saman ½ bolla af gráðostinum með öllum hráefnunum og stappið vel saman. Þið getið sett ostablönduna í matvinnsluvél ef þið eigið hana til. Hrærið svo restinni af gráðostabitunum við sósuna og berið fram með vængjunum.
Marta Rún
Skrifa Innlegg