Acai skál hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og hef ég verið í smá tíma að finna bestu aðferðina að gera hana. Í þessari færslu langar mig að deila með ykkur uppskrift og hvernig ég geri hina fullkomnu acai skál, að mínu mati. Ég hef verið að sýna frá ferlinu á Instagram Story og fengið í kjölfarið margar fyrirspurnir um að deila uppskriftinni inná Trendnet, svo hér kemur hún!
Innihald:
2 frosnir bananar
2 bollar frosin bláber
2 bollar frosið mangó
1 matskeið Acaii duft frá Now
1/2 bolli kókosmjólk
Aðferð:
Setjið frosnu ávextina í matvinnsluvélina/blandara og stillið á hæstan kraft til að blanda þeim saman. Þegar frosnu ávextirnir eru búnir að skerast í litla bita bætið við acaci duftinu og smá af kókosmjólkinni. Reynið að nota eins lítið af mjólkinni og þið getið. Að gera acai skál getur tekið smá tíma og þarf maður oft að stoppa og hræra í ávöxtunum áður en maður fær þykku áferðina sem maður er að leitast eftir. Mér finnst best að setja granóla, fersk ber, kókos mjöl og hnetusmjör ofaná skálina.
Takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks/IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg