fbpx

IRISH COFFEE & SJÖSTRAND




Þessi færsla er gerð í samstarfi við Sjöstrand.

Ef það er einhver heitur drykkur sem klikkar ekki í kuldanum er það Irish Coffee.
Drykkur sem er einnig fullkomin sem eftirréttur í matarboði. Þennan drykk lærði ég að elska í Vestmannaeyjum þar sem hann virðist vera einn af uppáhalds drykkjum þeirra sem ég þekki. Það er einfalt að gera drykkinn sjálfan og auðvelt að gera marga í einu.

Hráefni:
Sterkt og gott kaffi. Hér mæli ég með einni uppáhellingu af N°6 eða N°8 Lungo vegna það er ætlað löngum kaffibolla.
3 cl viskí
2 tsk púðursykur
Létt þeyttur rjómi, mér finnst mikilvægt að þeyta hann ekki mikið heldur rétt láta hann þykkjast.
Dökkt súkkulaði

Gott er að byrja því að hella heitu vatni í hvert glas og leyfa því að standa í nokkrar mínútur til þess að hita glasið.
Hellið 2 tsk púðursykri í hvert glas og síðan heitum kaffibolla í og hræra saman þangað til að púðursykurinn hefur leysts upp.
Hellið 3 cl vískí úti kaffið og hrærið saman. Hellið 3 msk af rjóma ofan i kaffið og rífið smá dökkt súkkulaði yfir.




Skál í kuldan á Íslandi!
Marta Rún

FRÁBÆRT KJÚKLINGASALAT

Skrifa Innlegg