fbpx

HÉRNA ÆTTI FRÍIÐ AÐ HEFJAST

Þessi færsla er í samstarfi við Park Inn by Radisson.

Mér var boðið að koma og nýta mér vetrartilboð Park Inn by Radisson í Keflavík þegar ég var á leiðinni aftur til Barcelona þar sem ég er búsett. Hótelið er að kynna sérstakt vetrartilboð sem mér þykir ótrúlega sanngjarnt og sniðugt. Ég var áður búin að heyra af þessu tilboði frá fjölskyldumeðlimi sem hafði nýlega nýtt sér það og var mjög ánægður.
Ég vil fá að nefna að þegar ég tek tilboðum eins og þessu þar sem efni færslunnar á að vera álit mitt á mat og/eða veitingastöðum þá samþykki ég það að sjálfsögðu með þeim fyrirvara um að ég sé ánægð með mat og þjónustu. Ég vil að umsagnir mínar geti nýst lesendum og að þeir geti treyst mér og mínum meðmælum.

Tilboðið er eftirfarandi:

Tveggja rétta kvöldverður (aðalréttur og eftirréttur) á veitingastaðnum Library Bistro/Bar
Gisting á hótelinu Park Inn by Radisson.
Morgunverðarhlaðborð á hótelinu.
Allt að þriggja vikna geymsla fyrir bílinn í hituðum bílakjallara.
Og að lokum skutl upp á Keflavíkur flugvöll.

Verð:
Gisting og kvöldverður fyrir tvo kr. 28.700
Gisting og kvöldverður fyrir einn kr. 21.000
Tilboðið gildir út apríl.

Ég skoðaði að gamni hvað það kostar að geyma bílinn upp á Keflavíkurflugvelli. Þar er bíllinn geymdur úti og ein vika kostar um 12.250 kr. og tvær vikur 21.700 kr.
Þannig mér finnst að taka þetta tilboð ef geyma á bílinn í raun og veru ekki vera spurning.

Ég og Arnór komum seinni partinn á hótelið, skiluðum töskunum uppá herbergi og tókum drykk á Happy Hour sem er 15-19.



Svo settumst við niður á veitingastaðinn og pöntuðum matinn. Við bættum reyndar við forréttum í tilboðið því fékk ég mér graflax með bjórbrauði, salati og piparrótasósu og Arnór fékk sér lamba tartar með klettasalati, parmesan osti og chilli mæjó


Í aðalrétt pantaði ég mér grillaðan lax með kartöflumús, grænmeti og hollandaise sósu og Arnór grillað lamba innralæri með rauðrófum, kartöflum og béarnaise sósu.



Bæði lax og lambakjöt í forrétt og aðalrétt en við vorum bæði ákveðin í að fá okkur eitthvað sem við myndum ekki fá auðveldlega úti í Barcelona. Matseðilinn var einnig með mikið úrval af góðum samlokum, salati og vegan möguleikum.
Ég er ættuð úr Keflavík og á vini þar sem eru allir mjög ánægðir með veitingastaðinn. Sanngjarnt verð fyrir góðan mat.

Í eftirrétt fékk ég mér Espresso Martini en Arnór fékk sér Daim crème brulée með saltkaramellu ís.


Morgunverðarhlaðborðið var einnig vel útilátið og flott.
Þegar við vorum tilbúin til brottfarar var okkur síðan skutlað upp á flugvöll.


Ég vil þakka Park Inn Radisson kærlega fyrir okkur og ég vona að fleiri nýti sér þetta tilboð. Mér finnst þetta sérstaklega sniðugt fyrir fólk sem er utan af landi og á ef til vill flug snemma um morguninn.
Maturinn, gistingin og þjónustan fær allavega toppmeðmæli frá  mér.

Marta Rún

NÝ KAFFIVÉL + KAFFIDRYKKIR

Skrifa Innlegg