Gleðilegan föstudag!
Mig langar að búa til vikulegan lið hérna á Trendnet þar sem ég svara spurningum hvern föstudag. Ég fékk innblástur frá henni Kenzu sem er sænskur bloggari sem margir kannast líklega við. Ég hef verið að fylgja hennar bloggi í þó mörg ár og finnst þessi spurningalisti alltaf skemmtilegur að lesa.
Föt dagsins:
Í dag er ég klædd eins og flest aðra daga í þessum kulda. Er í þykkri hvítri peysu frá Other Stories, svörtum gallabuxum, svörtum hælaskóm frá Steve Madden, Burberry trefil og hvít teddy kápa.
Skap dagsins:
Ég myndi segja að ég er frekar fegin að það sé komið helgarfrí þar sem ég er búin að vera vinna mikið í vikunni. Föstudagar eru alltaf svo góðir dagar. En annars er ég í mjög góðu og hressu skapi þessa dagana en bíð spennt eftir að janúar endi þar sem ég er í nammi lausum janúar…
Lag dagsins:
Er ég lame ef ég segi öll lögin úr A Star Is Born – er ennþá með þessi lög á repeat.
Matur dagsins:
Ég ætla að elda mexicanskan mat í kvöld – tófu, baunir, grænmeti, avokadó og allskyns fleira gott. Algjört uppáhalds hjá mér og Bergsveini.
Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það sé ekki að hafa Aríu (hundinn minn og foreldra minna) í pössun hjá mér. Á þriðjudaginn fórum við svo með hana í göngutúr í gríðalega fallegu veðri.
Óskalisti vikunnar:
Ég þrái svarta teddy kápu. Ég sé bara hvað ég nota mínu hvítu gríðalega mikið að það væri ekki heimskulegt að fjárfesta í einni svartri líka.
Plön helgarinnar:
Um helgina ætla ég að taka því fremur rólega með vinum og fjöldskyldu. Matarboð, æfa og mögulega kíkja í Smáralind á útsölurnar.
Nokkrar myndir frá einum göngutúr í vikunni
Takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif / IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg