Einn aðalviðburður kynningarvikunnar Sterkar stelpur – Sterk samfélög verður haldin í kvöld en það eru stórtónleikar í samstarfi við Kítón, félag kvenna í tónlist. Tónleikarnir verða haldnir í kvöld, föstudaginn 10. október klukkan 20:00 í Iðnó. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
“Unglingsstúlkur í fátækustu ríkjum heims eru í brennidepli í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur – sterk samfélög.
Annars vegar hafa rannsóknir síðustu ára sýnt að unglingsstúlkan er einn höfuðlykill að því að uppræta fátækt í heiminum. Hins vegar að staða unglingsstúlkna er víða skelfileg, sláandi misrétti, nauðungarhjónabönd, ofbeldi og valdleysi.”
FRAM KOMA:
MAMMÚT
Young Karin
Himbrimi
Reykjavíkurdætur
Boogie Trouble
Una Stef
Alvia Islandia
Kælan Mikla
Soffía Björg
Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés.
Kynnir er Tinna Sverrisdóttir Reykjavíkurdóttir.
Við hvetjum alla til þess að mæta. Sjáumst í kvöld!
//Sveinsdætur
Skrifa Innlegg