fbpx

HIGHLANDS

image

image

Ein mynd frá Sónar Reykjavík og önnur betri af jakkanum sem ég er í á efri myndinni! Á efri eru ég og litla systir mín sem var að spila á Sónar með hljómsveitinni sinni, Highlands. Held ég sé nr 1 fan og vona að það sé eðlilegt haha. 

Highlands er nýtt band sem var stofnað í haust af Loga Pedro úr Retro Stefson og Karin – svo spilar Keli í Agent Fresco með þeim líka. Þau eru búin að gefa út EP plötu frítt á netinu og einnig búin að gefa frá sér myndband við lagið Hearts en það er fyrsta lagið sem þau gáfu út. Næstu tónleikar sem þau spila á eru 18.febrúar og heita Stopp – Gætum garðsins! Þeir tónlistamenn sem fram koma á tónleikunum eru: Highlands, Patti Smith, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar. Það eru nokkrir miðar eftir fyrir þá sem vilja sjá mega tónleika og styrkja gott málefni! 

Annars fékk ég jakkan gefins frá Noland, hann er vintage og er úr sendingu sem við fengum einu sinni! Hann er alveg frekar oversized og ég þarf að bretta ermarnar 2x. Ég var lengi að koma mér í það að klæðast honum en er ánægð að ég gerði það því hann er mega! Karin klæddist silkikjól frá Sævari Markúsi á Sónar, þessi kjóll er með flottari kjólum sem ég hef séð og er/var fáanlegur í Kiosk. Sævar Markús er með nýja línu á leiðinni og ég er ótrúlega spennt að sjá hana! 

irenasveins

SUMMER CRAVINGS

Skrifa Innlegg