Jakki úr Episode/Sloppur frá Ömmu/Buxur úr Morrow/Skór úr Topshop/Hattur frá Accessorize
Svona leit ég út á Hönnunarmars viðburði kvöldsins, Yuliu eftir Hildi Yeoman. Sýningin var í Hafnarhúsinu og er nýja fatalínan hennar sprottin út frá sögu Yeoman fjölskyldunnar.
“Langamma hennar Yulia, húsmóðir í New Jersey stakk af frá fjölskyldu sinni til að ferðast um Bandaríkin í félagskap utangarðsmanna á mótorhjólum. Frelsi einstaklingsins til að hafna borgarlegum lífsgildum er grunnþema sýningarinnar”.
Atmo sýningarinnar var mega, bæði tónlistin, sagan og dansinn. Fötin sjálf voru fín en ég hefði viljað sjá nokkur dress í viðbót. Annars er ég mjög spennt fyrir RFF á morgun – það verður góður dagur!
xx
irenasveins
Skrifa Innlegg