Eftir að sólin fór að skína og allt varð bjartara hef ég tekið mig örlítið á í umhirðu húðarinnar. Ég veit að líkamsrækt er það besta sem ég geri fyrir húðina mína sem og drekka nóg af vatni og borða hampfræ og/eða olíu. Fyrir stuttu kviknaði samt áhugi hjá mér fyrir að kaupa andlitsmaska, sem gæti kannski gefið húðinni smá extra ljóma, og því hef ég verið að skoða á netinu hvað gæti hentað mér vel. Mér finnst svo leiðinlegt að fara í verslanir þar sem þjónustufólkið er svo hlutdrægt að það er ekki hægt að taka mark á því og því er best að vinna rannsóknarvinnuna bara heima í tölvunni. Úrvalið er endalaust, úr óteljandi möskum að velja en örugglega hægt að setja eitthvað út á þá alla. Það sem mér líst best á eftir að hafa lesið og skoðað á netinu er…
NARS – AQUA GEL LUMINOUS MASK
“I should note that I am a mask fan, and have tried many. I really like that you can use this ask two ways; You can apply liberally to face and tissue or rinse off after ten minutes for an instant boost of moisture and amazing dewy glow, or apply liberally to face and neck about an hour before you go to bed and let the mask work its magic while you sleep “. Þetta skrifar ánægður viðskiptavinur á Makeupalley.com. Ég er nokkuð hrifin af NARS snyrtivörunum og því finnst mér þessi hljóma vel. Ég ætla að láta slag standa og prufa hann við tækifæri.
DERMALOGICA – GENTEL CREAM EXFOLIANT. SUPER SMOOTHING MASQUE
Lactic and Hydroxy Acid Exfoliating masque for dramatic skin smoothing. Non-abrasive exfoliation treatment helps stimulate cell renewal as natural fruit enzymes detach dead skin cells to improve skin texture – dermalogica.com. Lisa Eldridge virðist halda mikið upp á þennan hreinsimaska frá dermalogica. Samkvæmt því sem ég hef verið að skoða á netinu að þá virðist hún alltaf mæla með honum, hvort sem það eru viðtöl fyrir tímarit eða á sinni eigin heimasíðu og því ættum við að geta treyst því að hér er um góða vöru að ræða.
SISLEY – BLACK ROSA CREAM MASK. INSTANT YOUTH. SMOOTHING. PLUMPING. BRIGHTENING
Ítalir dásama Sisley vörurnar og því ákvað ég að slá til og kaupa mér tvær vörur frá þeim ( fyrir þá sem ekki vita að þá eiga Sisley snyrtivörurnar ekkert skylt við fatamerkið Sisley). Ég keypti mér annars vegar Sisley Youth sem er “hrukkukrem” fyrir 25+ og hinsvegar Sisley Black Rose Cream Mask. Lisa Eldrigde hafði mælt með honum í andlitsmaska video-inu sem hún póstaði um daginn og því ákvað ég að slá til og prufa. Ég er ekki frá því að ég sé örlítið frísklegri fyrir vikið og með ljómandi fína húð.
GLAMGLOW
GlamGlow, sem hlotið hefur ótal viðurkenningar, er líka eitthvað sem ég væri til í að prufa. Umbúðirnar heilla mig reyndar ekki, en ég held samt að ég ætli að prufa hann. Á heimasíðu Harpersbazaar stendur að þetta sé A-List favorite og stjörnur á borð við Angelinu Jolie og Natali Portman elski hann. Ef þið farið á heimasíðu GlamGlow og lesið um vöruna að þá spara þeir ekki yfirlýsingarnar og segja m.a þetta; As the only Skincare Company to be located on the ‘Stars Walk of Fame’ in Hollywood, we are committed to providing the most advanced, fastest and innovative cosmetic technology for the Entertainment, Music, Fashion & Award Industries and bringing our Hollywood industry high-end cosmetic mud-delivery products to all consumers Worldwide, in unique quick-fix and novel ways.
Skyn Iceland Fresh Start Mask
Að lokum líst mér vel á Fresh Start Mask frá Skyn Iceland. Ég hef tekið eftir að þetta merki hefur verið að ryðja sér til rúms heima á Íslandi en Fríða María og Guðbjörg Hulddís makeup-artistar hafa verið að mæla með því, sem er ágætis gæðastimpill. Þessi maski er því kominn á innkaupalistann.
Vonandi höfðuð þið eitthvert gagn og gaman af þessum pósti en hann hefur verið í ansi marga daga í bígerð, þó það líti kannski ekki þannig út. Ef þið eigið ykkar uppáhalds maska að þá megið þið endilega deila þeim hér í kommentunum, bæði fyrir mig og aðra til að sjá :)
Skrifa Innlegg