fbpx

TRENDNÝTT

Zara opnar netverslun á Íslandi – senda hvert á land sem er

KYNNING

Í dag opnaði Zara vefverslun sína á Íslandi. Með opnuninni er Zara að marka viss þáttaskil í alþjóðlegri sókn sinni þegar kemur að netverslun á þeim svæðum þar sem Inditex, móðurfélag Zara, er á markaði. Á vefsíðunni zara.com/is geta viðskiptavinir á Íslandi nálgast allan fatnað og varning fyrir dömur, herra og börn sem fáanlegur er á því markaðssvæði sem Zara á Íslandi starfar á.

Það hefur verið gríðarleg eftirspurn eftir netverslun hjá viðskiptavinum Zöru, þá sérstaklega frá landsbyggðinni sem getur loksins verslað á netinu og fengið sent heim að dyrum.

Netverslunin hefur verið hönnuð til að veita notendavæna upplifun við netkaupin en viðmót hennar er á ensku. Auk heimasíðu Zara, geta viðskiptavinir notast við snjallforrit Zara sem fáanlegt er fyrir bæði iOS og Android.

Viðskiptavinir geta valið að fá pantanir sínar heim að dyrum gegn gjaldi eða sótt í verslun Zara, þeim að kostnaðarlausu. Stöðluð heimsending kostar 795 krónur og er hún ókeypis ef verslað er fyrir meira en 9.995 krónur.

Viðskipavinum Zara á Íslandi býðst að notast við alþjóðlegt þjónustuver Zara sem nú þegar er í boði á þeirra markaðssvæði, bæði netspjall og samfélagsmiðla þar sem tekið verður við fyrirspurnum varðandi greiðslu eða önnur atvik.

Trendnet langar í þessar haustflíkur úr netverslun – heimavinnudressið?

FYRIR HANA

FÆST: HÉR

FYRIR HANN

FÆST HÉR

Happy shopping!

//
TRENDNET

Um Zara:
Zara er hluti af Inditex Group og var stofnuð á Spáni árið 1975. Tískuvörur Zara eru seldar bæði í verslunum og á netinu sem ná yfir fleiri en 200 markaðssvæði. Auk Zara, rekur Inditex verslanir undir vörumerkjunum Pull&Bear, Massimo Dutti, Bershka, Stradivarius, Oysho og Zara Home. Félagið starfrækir í dag 7.337 verslanir um allan heim og er ein af þeim staðsett á Íslandi.

Byrjum daginn á Bulletproof kaffi með Feel Iceland (myndband)

Skrifa Innlegg