Gönguskór úr joggingbuxum hljómar spennandi ekki satt?
Ný markaðsherferð Íslandsstofu greip athygli okkar. Um er að ræða frumlega gönguskó, hannaða af fatahönnuðinum Ýr Þrastardóttur sem mun standa vaktina á Skólavörðustíg í sumar þar sem hún breytir buxum í skó fyrir ferðamenn. Lesið lengra ..
Verkefnið er hluti af nýrri markaðsherferð Íslandsstofu og ætlað að lokka ferðamenn til landsins.
Ýr er fatahönnuður að mennt, heldur úti merkinu Another Creation auk þess að hafa unnið mörg skemmtileg verkefni í gegnum tíðina á sviði fata- og búningahönnuður fyrir kvikmyndir, tónlistarmyndbönd, leikverk ofl. Hún hefur samt aldrei áður hannað skó en það verður hennar vinna í sumar þegar Ýr stendur vaktina í miðbænum og breytir buxum í skó fyrir ferðamenn.
Verkefnið er hluti af nýrri markaðsherferð Íslandsstofu ætlað að lokka ferðamenn til landsins. Myndband er komið í loftið með frumsömdu lagi tónlistarmannsins Ásgeirs Orra Ásgeirssonar “Sweatpant Boots” í flutningi rapparans Rögnu Kjartansdóttur sem er einnig þekkt sem Cell 7. Þar er sjónum beint að einkennisfatnaði heimsfaraldursins – joggingbuxunum – og fólk hvatt til að loka þessu tímabili með táknrænum hætti og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi.
Verkefnið snýr að því að nýta gamlar joggingbuxur og gera úr þeim nýja áður óþekkta tegund af skóm. Skó sem hægt er að ganga í upp á fjöll, eru úr endurnýttu efni og sömuleiðis áberandi öðruvísi en venjulegir gönguskór, segir ÝR.
Frábært framtak!
Lesið nánar um verkefnið á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar: HÉR
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg