fbpx

TRENDNÝTT

NÝTT ÍSLENSKT UNDRASERUM ÚR ÞORSKI

FÓLKKYNNING

Nýtt íslenskt undraserum úr þorski .. við viljum vita meira!

OH MY COD! er nýtt íslenskt andlits-serum frá Feel Iceland, unnið úr ensímum og kollageni úr þorski ásamt hýalúronsýru. Varan er svo hrein og náttúrulegt að óhætt er að borða hana, þótt ekki sé sérstaklega mælt með því. Serumið er framleitt og þróað á Íslandi, og sérstaklega hannað fyrir andlit og háls. Það hentar öllum húðgerðum og inniheldur einungis níu innihaldsefni.

NOTKUN
Berið 2-3 dropa á hreina húð. Sýnið varkárni þegar borið er í kringum augnsvæðið. OMC! serumið er ofnæmisfrítt, án olíu, paraben-og ilmefna, en inniheldur fisk.

INNIHALDSEFNI
Glycerin, Water, Trypsin, Feel Iceland Marine Collagen, Alcohol (minna en 0,9%), Sodium Hyaluronate, Tromethamine, Calcium Chloride, Hydrochloric Acid.

Nafnið OH MY COD! varð fyrir valinu til að gera sem mest úr uppruna vörunnar, jafnvel þótt það sé ekki svo aðlaðandi að bera þorsk framan í sig, en að sjálfsögðu er engin fiskilykt af andlitsseruminu. Sannarlega er óvanalegt að nota þorsk í fegrunarvörur, en erlendis eru til samanburðar seldar gríðar vinsælar andlitsmeðferðir með snigilsslímskremum og fuglaskítsmeðferðum. Íslenska aðferðin verður því þorskur í andlitið. 

Með OH MY COD! er nýttur hluti þorsks sem áður var hent og því hefur varan jákvæð áhrif á umhverfið. Afurðir íslenska þorsksins, sem áður var fargað, eru nú notaðar í ólíklegustu vörur. Feel Iceland kollagen er svo ekki aðeins að finna í nýja andlitsseruminu og fæðubótarefnum Feel Iceland heldur einnig í drykknum COLLAB sem er samstarfsverkefni Feel Iceland og Ölgerðarinnar

Áhrifin af því að bera ensím úr íslenskum þorski á húðina með OH MY COD! kalla sannarlega á upphrópun því árangur kemur fljótt í ljós og húðin verður unglegri og rakameiri.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á 55 konum á aldrinum 36 til 60 ára sýndi húð þeirra 65% meiri raka, 31% meira kollagen og 22%meiri teygjanleika eftir að bera á sig serum tvisvar sinnum á dag í 3 mánuði.

Oh my Cod! endurnýjar húðina

Í íslenska andlitsseruminu OH MY COD! er öflug blanda af ensímum og kollageni úr íslenskum þorski og hýalúronsýru. Húð okkar er stöðugt að endurnýja sig. Ferlið byrjar í neðstu lögum húðarinnar, þar sem frumur margfaldast og færast svo upp á yfirborðið.  Trypsin er eitt af ensímunum sem spila stórt hlutverk í endurnýjunarferli húðarinnar með því að fjarlægja dauðar frumur í efsta húðlagi og örva endurnýjun í kjölfarið. 

Þorskensímin (Trypsin) eru hitastigsnæm og verða mjög virk þegar þau komast í snertingu við hefðbundinn líkamshita og hjálpa húðinni að endurnýjast með því að leysa upp eldri húðfrumur. Með því að bera ensímin á húðina hjálpa þau við endurnýjun með því að brjóta niður eldri húðfrumur sem eykur teygjanleika og stuðla að sléttari húð. Því næst tekur hýalúronsýra og kollagen til starfa og gefa húðinni aukinn raka, ásamt því að mýkja hana, styrkja og draga úr fínum línum. 

Því næst tekur hýalúronsýran og kollagenið til starfa og gefa húðinni aukinn raka ásamt því að mýkja hana, styrkja og draga úr fínum línum.

Íslenskt frumkvöðlafyrirtæki

Feel Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem var stofnað af Hrönn Margréti Magnúsdóttur og Kristínu Ýr Pétursdóttur árið 2013. Fyrirtækið framleiðir fæðubótarefni og húðvörur og nýtir til þess hráefni úr hafinu sem áður voru ekki nýtt og jafnvel hent. Markmið Feel Iceland er að láta fólki líða sem best á náttúrulegan hátt, án þess að skaða umhverfið. 

Meðal vinsælla vara Feel Iceland er Age Rewind Skin Therapy sem inniheldur einstaka blöndu fyrir húðina. Hún inniheldur hýalúronsýru sem gegnir lykilhlutverki þegar kemur að raka húðarinnar, kollgen sem er eitt aðal uppbyggingarprótín líkamans og gerir húðina stinna, og C-vítamín sem styður við kollagenframleiðslu líkamans. 

Age Rewind virkar einstaklega vel með OH MY COD! andlits-seruminu. Saman mynda þessar vörur fullkomna tvennu fyrir heilbrigða og ljómandi húð. 

//
TRENDNET

Cindy Crawford fer yfir 13 lúkk með Vogue

Skrifa Innlegg