Kvenfataverslunin Andrá Reykjavík er ný og geggjuð viðbót í íslenska verslunarflóru. Hátísku verslun sem konur (og menn í leit að jólagjöfum) vilja vita af – þið verðið ekki svikin.
Andrá er með skandinavíska hönnun í forgrunni og nokkur merki í sölu í fyrsta skipti hérlendis, sem dæmi GIA Borghini, Axel Arigato og The Garment en eins rótgróin merki eins og Stine Goya, Rodebjer og Nanushka en upptalið er aðeins brot af úrvali verslunarinnar.
Andrá leggur áherslu á að selja vandaðan fatnað sem framleiddur er á siðferðislegan og umhverfisvænan hátt fyrir konur á öllum aldri. Merkin sem fást í versluninni eru í fararbroddi í tískuheiminum í dag og hafa verið mikið í deiglunni fyrir einstaka og framsækna hönnun. Þá leggur Andrá mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu við kúnnann.
“Við ákváðum að stökkva í djúpu laugina með þetta núna í miðju Covid. Vorum báðar akkúrat á milli verkefna en höfum áður báðar starfað lengi í þessum bransa. Ég sem fatahönnuður og hún í innkaupum og sem verslunarstjóri. Höfum báðar haft þann draum lengi að gera okkar eigið og fannst við hafa þekkingu og reynslu sem að væri rými fyrir og eftirspurn eftir ..”
segir Steinunn og Eva bætir við:“Þegar við fórum út í að opna Andrá var markmiðið okkar að skapa einstakan heim þar sem konur geta komið til okkar og fengið góða þjónustu og orðið fyrir innblæstri.Við höfum reynt að skapa heildræna sýn þar sem rýmið, vöruúrvalið og öll fagurfræði í kringum búðina tala sama tungumálið. Við leggjum mikið uppúr því að velja inn merki sem passa vel saman en eru ólík. Eru á ólíku verðbili og með ólíka fagurfræði en sem styðja samt við hvort annað og passa fallega saman.”
Trendnet mælir með heimsókn og minnir á mikilvægi þess að versla við íslenska verslun fyrir jólin.
//TRENDNET
Skrifa Innlegg