Tax Free dagar í Hagkaup standa nú yfir dagana 14.-18.nóvember og við látum það ekki fram hjá okkur fara. Tax Free afsláttur jafngildir 19,36%. Það munar um það að geta gert góð kaup á snyrtivörum, allt sem þú þarft fyrir jólaförðunina eða í jólapakkann. Hérna eru nokkrar snyrtivörur sem hægt er að finna á Tax Free:
Hátíðarsett frá Becca Cosmetics: Förðunarsett sem inniheldur minni útgáfur af Backlight Priming Filter, C POP ljómapúður og fallegan varalit. Þetta eru vinsælar vörur frá Becca Cosmetics. Tilvalið í jólapakkann eða fyrir þá sem vilja prófa vörur frá merkinu. Það skemmir síðan ekki hvað settið kemur í fallegum kassa, nóg af glimmeri fyrir hátíðirnar.
GlamGlow BrightEyes: Augnkrem sem er sannkallaður baugabani á morgnana. Birtir samstundis undir augun og gefur þér frísklegt útlit.
Bambi Eye False Lash frá L’Oréal: Nýr maskari frá L’Oréal sem þykkir, lengir og opnar augun. Burstinn er úr gúmmí og greiða vel í gegn. Maskarinn gefur augnhárunum þetta gerviaugnháraútlit sem margir sækjast eftir.
Rouge Allure Ink Fusion frá Chanel: Gullfallegir, léttir og silkimjúkir fljótandi varalitir (liquid lips) sem haldast vel á vörunum. Það er hægt að nota eina og sér eða setja gloss yfir.
Essie Fifth Avenue naglalakk: Eldrautt naglalakk sem er einstaklega hátíðarlegt.
Hátíðarpalletta Goldenland frá Guerlain: 10 fallegir shimmer litir sem hægt er að nota yfir hátíðirnar og allt árið. Litavalið er einstaklega fallegt en hægt er að gera hversdagsförðun og kvöldförðun. Falleg palletta sem er tilvalinn í jólapakkann.
Hátíðarsett frá Real Techniques: Burstasett sem á að hjálpa þér við að ná fram ljóma. Settið inniheldur þrjá bursta og litla tösku fyrir burstana. Sá fyrsti er 221 complete coverage og er ætlaður að blanda út farða, næsti er 307 Shading og góður til að setja augnskugga á augnlokið og að lokum er það 402 Setting Soft sem er góður í að blanda út ljómapúður. Þetta er frábært burstasett fyrir byrjendur, jafnt sem lengra komna.
Eylure Enchanted augnhár: Falleg augnhár sem setja punktinn yfir i-ið fyrir hátíðirnar og hátíðarförðunina.
Eyeliner Karl Lagerfeld x L’Oréal Paris: Samstarf Karl Lagerfeld heitins og L’Oréal Paris er einstaklega flott lína í anda Karls. Það má finna margar fallegar snyrtivörur úr þeirri samstarfslínu og er fljótandi augnblýanturinn í sérstöku uppáhaldi. Augnblýanturinn er litsterkur, auðveldur í notkun og rammar augun fallega.
Urban Decay All Night Setting Spray: Lokaskref hátíðarförðuninnar er gott setting sprey sem gjörsamlega festir förðunina á sínum stað.
Úrvalið af fallegum snyrtivörum er endalaust. Við mælum með að kíkja og gera góð kaup í Hagkaup!
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg