fbpx

TRENDNÝTT

SÚKKULAÐI SÆTIR KETTLINGAR

KYNNING

Jólamyndband Omnom er komin út og á án efa eftir að verma hjörtu landsmanna. Við á Trendnet erum allavega búin að pressa þónokkuð oft á PLAY.

https://www.facebook.com/OmnomChocolate/videos/2267342676831610/


Í myndbandinu, sem frumsýnt var á samfélagsmiðlum fyrir helgi, má sjá nokkra loðna og krúttlega kettlinga leika sér í jólalegu umhverfi. Allir kettlingarnir í myndbandinu eru villikettlingar í heimilisleit á vegum samtakanna Villikettir.

Með myndbandinu vill Omnom vekja athygli á villi- og vergangsköttum á Íslandi. Ímynd fólks af villiköttum er oft að þeir séu illir og grimmir kettir en vegna ömurlegra aðstæðna, oft af mannavöldum, eru þeir illa á sig komnir og varfærir, sérstaklega gagnvart mannfólki sem þeir ekki þekkja. Í eðli sínu eru villi-og vergangskettir hvorki illir né ógurlegir.  Tilvist katta í neyð er staðreynd á Íslandi og á meðan ekki er skipulagt hvernig eigi að sinna þeim er erfitt að koma í veg fyrir fjölgun þeirra.

Félagið Villikettir var stofnað af nokkrum ástríðufullum einstaklingum sem í sjálfboðaliðastarfi sínu sinna þessum köttum. Markmið Villikatta er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulögðum aðgerðum og koma í veg fyrir fjölgun þeirra. Þar vegur þyngst að ná dýrunum og gelda. Þá leitast samtökin einnig eftir að finna góð heimili fyrir villi- og vergangskettlinga sem búið er að hlúa að.

Omnom hvetur alla sem geta til að leggja Villiköttum lið.

Hægt er að kynna sér málið nánar hér: http://bit.ly/veturomnom

Það má kannski fylgja fréttinni að sérstakt vetrar súkkulaði er í sölu í verslunum landsins þar sem ágóðinn rennur til Villikatta. Leitið eftir Drunk Raisins + Coffee í hillunum,  við erum farin í málið …

//
TRENDNET

GJAFAHANDBÓK HAGKAUPA

Skrifa Innlegg