fbpx

TRENDNÝTT

STÚLKA – EKKI BRÚÐUR

FÓLK

Í kvöld, föstudagskvöldið 1. nóvember klukkan 19:45 verður söfnunarþáttur UN Women, „Stúlka – Ekki
brúður“ á dagskrá RÚV. Í þættinum verður áhersla lögð á þvinguð barnahjónabönd í Malaví, en önnur
hver stúlka sem fæðist þar í landi er gift fyrir 18 ára aldur. Þvinguð barnahjónabönd hafa margar
skelfilegar afleiðingar í för með sér. Trendnet mælir með áhorfi!

Önnur hver stúlka í Malaví hefur verið gift fyrir 18 ára aldur.
20-30% þeirra kvenna sem deyja af barnsförum í Malaví eru táningsstúlkur
1 af hverjum 5 konum í Malaví er misnotuð fyrir 18 ára aldur

PRESSIÐ Á PLAY

Afleiðingar þvingaðra barnahjónabanda
– Rannsóknir sýna að þessi óhugnanlegi siður hefur varanleg og skaðleg áhrif á stöðu og heilsu
ungra stúlkna.
– Oftast hætta þær námi, missa af tækifærinu til verða sjálfstæðar konur og koma sér út úr
fátækt.
– Barnungar stelpur í hjónabandi eru líklegri til að verða fyrir heimilisofbeldi, eiga hættu á að fá
lífshættulega fylgikvilla á meðgöngu og eignast oft á tíðum barnungar börn.
– Gríðarlegur valdamunur milli stúlkunnar og eiginmannsins veldur því að þær verða oft þrælar
tengdafjölskyldu sinnar eða að minnsta kosti eiginmanns síns.
– Mæðradauði og fylgikvillar á meðgöngu er önnur helsta dánarorsök kvenna á aldrinum 15-19
ára á heimsvísu
– Ofbeldi á meðgöngu er algengast hjá stúlkum á aldrinum 15-19 ára.

Mikilvægt málefni. Takk fyrir ykkur, UN WOMEN

//
TRENDNET

KANYE WEST OG JAMES CORDEN Í MYNDBANDI SEM ER MUST SEE

Skrifa Innlegg