fbpx

TRENDNÝTT

NÝR ÍSLANDSVINUR MEÐ 12,1M FYLGJENDUR

Rússnenska ofurmódelið Irina Shayk er í heimsókn á Íslandi en hún deildi mynd af klakanum fagra á Instagram síðu sinni í gær þar sem hún er með yfir 12 milljónir fylgjendur. Fyrirsætan er kannski hvað þekktust fyrir samband sitt við Bradley Cooper og eiga þau dóttur saman. Undanfarið hafa gengið sögusagnir um að parið sé hætt saman og Irena hefur ákveðið að dreifa huganum með Íslandsferð.

View this post on Instagram

.. @falconeriofficial ❄️

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on

Irina er risa nafn í tískuheiminum og hefur hún prýtt forsíður allra helstu tískutímaritanna og unnið með þessum helstu hönnuðum og hátískumerkjum.

Hoppið yfir á Instagram til að fylgjast með hennar Íslandsför – miðað við fyrstu story hjá henni þá virðist hún sérstaklega hrifin af íslenskum fossum :) – @irinashayk.

Ef einhverjir hafa áhuga á meira efni um rússnensku fyrirsætuna þá segir Vouge skemmtilega frá undirbúningi hennar fyrir Met Gala þar sem hún klæddist glæsilegum bláum kjól frá Burberry.

Meira á Vouge – HÉR

Trendnet býður Irenu velkomna til lansins og við hlökkum til að fylgjast með ferðum hennar í þessu draumaveðri.

//TRENDNET

TOPP 10 Á TAXFREE Í HAGKAUP SMÁRALIND

Skrifa Innlegg