Varan hefur þegar fengið mikla athygli erlendis og er meðal annars á lista ELLE yfir ,,The 2021 ELLE Green Beauty Stars”, en listinn hefur að geyma fjölda spennandi vara. Þá hafa bæði Forbes og Coveteur veitt þessari spennandi vöru athygli á sínum síðum. Hin glæsilega Helena Christiansen er ein af þeim sem nota og kynna vöruna, danska ofurmódelið sem virðist alltaf vera með’etta.
Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins sagði frá meginvirkni vörunnar í samtali við Smartland:
„Meginmarkmiðið með nýju BL+-húðvörulínunni frá Blue Lagoon Iceland er að bjóða upp á hágæða húðvörur sem vinna gegn öldrunareinkennum húðarinnar og stuðla að heilbrigði hennar. Kjarninn í BL+ er nýtt, byltingarkennt innihaldsefni, BL+ COMPLEX, sem er afrakstur 30 ára rannsóknavinnu. BL+ COMPLEX nýtir einkaleyfi á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa lónsins og byggist á brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. BL+ COMPLEX styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar og vinnur gegn ótímabærri öldrun hennar með því að örva nýmyndun kollagens og vinna gegn niðurbroti þess,“
Varan er sáraeinföld í notkun eins og við sjáum í myndbandinu að neðan.
Ef þið viljið vita meira þá finnið þið allar upplýsingar hjá Bláa Lóninu – HÉR.
Við erum gríðarlega spennt fyrir þessari nýju viðbót og höldum áfram að hvetja íslenska framleiðslu til árangurs.
//TRENDNET
Skrifa Innlegg