fbpx

TRENDNÝTT

NÝJAR ÍSLENSKAR HÚÐVÖRUR: AK PURE SKIN ICELAND

KYNNING

Hjónin Kristbjörg og Aron eru að gefa út vörulínuna AK Pure Skin – húðvörulína sem er 100% þróuð og framleidd á Íslandi. Húðvörurnar eru unisex og henta því jafnt konum sem körlum. Íslenska vatnið gegnir lykilhlutverki í húðvörum AK Pure Skin og fer framleiðslan fram undir ströngum GMP framleiðslustöðlum hjá Pharmarctica á Grenivík.

Hugmyndin af AK Pure Skin kviknaði þegar Kristbjörg var barnshafandi og fór hún að leitast eftir húðvörum sem voru laus við bannefni. Hjónin eru því stolt að segja frá því að innihaldsefnin eru valin eftir gæðum með sem bestu samverkun í huga og til að ná fram ákveðnum eiginleikum vörunnar. Húðin er okkar stærsta líffæri og til að hún sé frískleg og heilbrigð þá er alveg jafn mikilvægt að gefa henni raka eins og líkamanum sjálfum, segir Kristbjörg. Þeim fannst mjög mikilvægt að vörurnar væru rakagefandi og er mikill fókus á rakann.

“Vörurnar eru framleiddar úr hreinu íslensku vatni sem hljómar kannski eins og klisja en er mjög mikilvægur þáttur framleiðslunnar því vatnið okkar er svo hreint. Það gerir okkur kleift að nota færri efni í vörurnar heldur en ef þær væru framleiddar þar sem vatnsgæðin eru verri.”

Áður fyrr spáði Aron lítið í húðumhirðu og Kristbjörg hafði oft tekið eftir því, í viðtölum til dæmis, hvað húðin hans væri þurr en eftir hann byrjaði að vera tilraunadýr hjá Kristbjörgu þá hefur húðin hans aldrei verið betri. Þetta er sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna og gaman að geta tengt þetta við Norðurlandið, sem eru heimaslóðir Arons.

Þetta er búið að vera magnað ferli hjá Kristbjörgu og Aroni. Hjónin hafa fengið að fylgjast með ferlinu frá upphafi til enda. Þau setja markmiðið hátt varðandi vöruúrval og sölustaði. Það koma út fjórar vörur á markað þann 13. desember og verða vörurnar í sölu í Hagkaup og Lyf og Heilsu. Nýjar og spennandi vörur bætast síðan við vörulínuna á næsta ári og má þar meðal annars nefna AK Pure Skin brúnkukrem sem mun leysa Brasilian Tan brúnkukremið af hólmi. Brasilian Tan hefur notið mikilla vinsæla á Íslandi og eru í eigu þeirra hjóna. Það eru því margir eflaust spenntir yfir þessari nýjung og munu eflaust bíða spenntir eftir arftaka Brasilian Tan. Kristbjörg er einstaklega stolt af þeirri þróun og hefur það tekið langan tíma að finna réttu formúluna, áferð, lykt og endingu. Við hjá Trendnet hlökkum til að fylgjast með og bíðum spennt eftir þessari nýjung!

Kristbjörg segir að þau sem eigendur viti nákvæmlega hvað er í vörunni því þau eru búin að vera partur af ferlinu frá upphafi. Þau hafa sjálf verið tilraunadýrin og hafa því séð hvað megi bæta eða breyta í gegnum ferlið en það var í rauninni þá fyrst sem Aron fór virkilega að hugsa um húðina á sér. Þau leggja mikla áherslu á að allir geti notað vörurnar, konur og karlar því það eru allir með húð sem þarf að hugsa um. Þau leggja mikla áherslu á að vita allt um formúluna og vera vel upplýst um vörurnar. Þau eru einstaklega stolt af þessari vöru og standa við bakið á henni 100%.

Hérna eru vörurnar sem munu koma út á markað þann 13.desember:

Andlitsbrúnkuvatnið

Inniheldur tvö virk efni sem veita húðinni náttúrulegan sólarlit auk rakagefandi innihaldsefna á borð við beta-glúkan (e. beta-glucan) og náttúrulega þörungablöndu (e. marine biomass) sem róa, veita raka og næra húðina. Andlitsbrúnkuvatnið getur dregið úr fínum línum og skilur húðina eftir með sólarljóma.

Líkamsskrúbbur

Samsettur úr hágæða Epsom söltum og Jojoba perlum, sem búa yfir þeim eiginleikum að fjærlægja dauðar húðfrumur og örva blóðrásina. Það skilar sér í hreinni, silkimjúkri húð og auknum raka, sem er lykillinn að heilbrigðri og ljómandi húð.

Andlitsgelmaski

Hentar öllum húðgerðum. Innihaldsefnin eru sérstaklega valin úr náttúrunni og samsett til að styðja hvort við annað. Virkni morgunfrúar (e. calendula) og agúrkna (e. cucumber) er einstök og samspil þessara tveggja hefur mýkjandi og róandi áhrif á húðina. Maskinn er rakagefandi og skilur húðina eftir silkimjúka, ferska og ljómandi

Andlitsgelskrúbbur

Hentar öllum húðgerðum og inniheldur tvær tegundir af náttúrulegum skrúbbum. Annars vegar Jojoba perlum sem fjarlægja dauðar húðfrumur og hins vegar ensím sem virkar einstaklega vel til að hreinsa svitaholur. Innihaldsefnin eru vandlega valin saman til að valda sem minnstri ertingu húðarinnar. Útkoman er slétt, hrein, frískleg og heilbrigð húð.

Hægt er að nálgast AK Pure Skin vörurnar hér:

Hagkaup Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Akureyri Lyf og Heilsu Granda, Glerártorgi, Kringlunni og Firðinum. Vefverslun mun opna í byrjun janúar og verður sent út um allan heim (Íslendingar í útlöndum þurfa því ekki að örvænta of lengi).

Við hjá Trendnet erum ótrúlega spennt fyrir þessum nýju íslensku vörum, við hlökkum til að fylgjast með og segjum því íslenskt já takk!

// TRENDNET

HRÍSLA KOMIN Í SAMBÚÐ

Skrifa Innlegg