Sölvhóll er ný vörulínan frá 66°Norður og samanstendur af hágæðavörum, sem allar eru handgerðar á Íslandi og fást í takmörkuðu upplagi. Í vörulínunni er lögð áhersla á íslensku ullina og hennar náttúrulegu eiginleika, til viðbótar eru notuð tæknilegri efni til að auka vatns- og vindheldni flíkanna.
Vörurnar voru hannaðar með sjálfbærni og endurnýtingu í forgrunni þar sem mikil áhersla var lögð á að fullnýta allt hráefni. Sölvhóll vörulínan samanstendur af kápu, dömukápu, mittistösku og kerrupoka.
Sölvhóll kápan er einstaklega eiguleg, tímalaus og falleg vara. Innra byrði kápunnar er úr mjúkri íslenskri gæru, sem einangrar vel og heldur hita. Ytra byrðið er gert úr þriggja laga vatnsheldu efni með límdum saumum. Hægt er að klæðast innri jakkanum og ytra laginu hvoru fyrir sig og er því flíkin þrjár yfirhafnir í einni.
Dömukápan er með kraga úr gæru (sem taka má af) sem hægt er að hafa upp í háls eða leggja niður. Á kápunni eru tvær gerðir af mittisbeltum, annað þeirra í gömlum stíl og hitt til þess að brjóta upp yfirbragð flíkurinnar.
Síðast en ekki síst þá er þetta 100% íslensk hönnun og framleiðsla og Trendnet mælir svo sannarlega með slíku í jólapakkann.
Sölvhóll er sígild lúxusvara sem hefur sterka skírskotun til menningar og sögu þjóðarinnar. Hönnunin byggist að hluta til á gæruúlpum fimmta áratugs síðustu aldar sem voru lengi vel eins konar óformlegur einkennisbúningur verkamanna. 66°Norður leggur megin áherslu á sjálfbærni í hönnun varanna og taka það sérstaklega fram að ef hugsað er vel um Sölvhól þá gæti flíkin hæglega enst alla ævi og lengur en það. Þeir halda lager af öllum aukahlutum á verkstæði sínu, eins og rennilásum, smellum og slíku. Þannig aðstoða þau viðskiptavini við að láta flíkurnar endast og endast…
Við elskum líka mittistöskuna úr línunni – statement mittistaska fyrir íslenskar aðstæður.
Ef þið viljið skyggnast bakvið saumana á Sölvhól flíkunum þá pressið þið að PLAY hér að neðan:
//TRENDNET
Skrifa Innlegg