fbpx

TRENDNÝTT

MENDA II

FÓLK

Sýningin MENDA II stendur nú yfir @ Núllið Gallerý, Bankastræti 0, 101 Reykjavík

MENDA II er framhald af útskriftarverki Aniku L. Baldursdóttur sem útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2020.

Viðfangsefni hennar er Straumfjarðará sem rennur í gegnum stórbrotna náttúru í Eyja-og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Þar rannsakaði hún tungumál árinnar, tungutak veiðimanna, nöfn veiðistaða og hvernig samhengi orða breytist þegar veiðistaðirnir fá enska þýðingu. Tilfinning og samtal hennar við ánna þegar að hún gekk niður alla Straumfjarðaránna í vöðlum með skissubók og penna í hendi í stað veiðistangar.
Innsetningin á Kjarvalsstöðum (útskriftarverkið) var kortlaggning af Straumfjarðará og birtist á efnivið veiðikort af Straumfjarðará, veiðihúsið við Straumfjarðará, textabrot úr gestabók Straumfjarðarár, blaðsíða úr veiðibók frá árinu 1968, 11 veiðiskilti, vöðluþurrkari, neoprenevöðlur og vöðlujakki, samtal hennar og tilfinning við ánna.
Anika hlaut Rannís styrk fyrir verkefnið og fékk tækifæri til þess að kafa lengra og rannsaka ánna betur. Sýningin MENDA II er tilraun hennar til að upplifa, heyra og sjá með augum fisksins, hvernig hann skynjar umhverfi sitt, hljóð og liti.  Hljóðheimur árinnar er rannsakaður ásamt tungumáli út frá huglægum og hlutlægum frásögnum mannsins. Varpar MENDA II ljósi á hvernig staður sem þessi er til bæði sem raunverulegur staður í náttúrunni, en á sama tíma hluti af ímyndun, ljóðrænu og skáldskap.
Anika fékk vin sinn Thomas Stankiewich til þess að semja tónverk út frá skissum hennar og hljóðupptökum úr ánni, tónverkið fær áhorfandann til þess að upplifa dýpið og heim fisksins.
Trendnet hvetur fólk til þess að skoða þessa áhugaverðu íslensku sýningu um helgina.
Hvar: Núllið, Bankastræti 0
Hvenær: Fimmtudagur 27. ágúst 17-22, Föstudagur 28. ágúst 13-20, Laugardagur 29. ágúst 13-18, Sunnudagur 30. ágúst 13-18
//
TRENDNET

ÚTSKRIFTASÝNING Í BEINNI ÚTSENDINGU

Skrifa Innlegg