fbpx

TRENDNÝTT

KLÆDDU ÞIG EINS OG Í GOSSIP GIRL

Eins og allir vita þá fer tískan hring eftir hring með smá tvisti hér og þar. Nú geta aðdáendur Gossip Girl fagnað því að nú, 12 árum síðar, er aftur leyfilegt að fylgja tískufyrirmyndunum úr þáttunum, vinkonunum Blair og Serena.

Drama, ást, vinskapur og ekki síst tíska var það sem einkenndi þættina sem fjallaði um unglinga ríka fólksins í New York og raunir þeirra og kollega okkar hér á Trendnet, bloggarann sem slúðraði án þess að hugsa um afleiðingarnar.

Ef þú hafðir hugsað þér að horfa aftur á Gossip Girl seríurnar (6 talsins) þá er tíminn núna og í leiðinni getur þó sótt þér tísku innblástur.

HÁRSPÖNG

Hárspöng var hluti af einkennisbúning Blair. Þessi kvenlegi aukahlutur er kominn aftur og geta nú Blair aðdáendur borið hann með góðri samvisku.

STUTTBUXUR YFIR SOKKABUXUR

Undanfarið hefur þessi samsetning verið á bannlista en nú er hún mætt aftur og hentar einkar vel fyrir íslenska sumarið. Serena og Blair klæddust stuttbuxum yfir sokkabuxur reglulega í þáttunum og því mikinn innblástur að sækja þar.

TUBETOPPAR OG TUBEKJÓLAR

Tube er í tísku – má meðal annars nefna Kardashian systur sem eru helstu talsmenn þessa trends.

HNÉSOKKAR

Það er kominn tími til að draga fram hnésokkana aftur. Þeir ganga við allt – hvort sem það eru strigaskór eða háir hælar, allt er leyfilegt.

HATTAR

Hattar eru eitt af heitustu fylgihlutum sumarsins. Þar eru margir möguleikar í boði og þurfa Íslendingar kannski að fara aðrar leiðir – strá eða bast hattur í sumarfríið en sjóarahatturinn á Íslandinu góða.

PILSADRAKT

Pilsadraktin er komin aftur og hefur klassíska Chanel draktin verið áberandi á áhrifavöldum erlendis undanfarið. Þá hafa stærri keðjur fylgt þessu eftir með því að bjóða uppá kosti sem kosta ekki báða handleggina. Chuck Bass passar einnig einkar vel við þetta dress.

HLÝRAKJÓLL – SATÍN EÐA SILKI

Undirkjóllinn verður áfram IN. Ef þú þorir þá velur þú þér rauðan með blúndum eins og Blair. Sumarlegt, klassíkst og þægilegt!

XOXO

//TRENDNÝTT

HÁMARK: hönnunin sótti innblástur frá skrautlegum gólfum íþróttahúsa

Skrifa Innlegg