Í dag hefst salan á Kærleikskúlunni og Jólaóróanum 2019 og rennur allur ágóði af sölunni til styrktar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Markmiðið með gerð og sölu Kæreikskúlunnar og jólaóróanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna.
Kærleikskúla ársins 2019 heitir SÓL ÉG SÁ og er eftir listakonuna Ólöfu Nordal. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal sem Styrktarfélagið á og rekur. Dvölin í Reykjadal er börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg en þar eru gleði, jákvæðni og ævintýri höfð að leiðarljósi.
Gáttaþefur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019. Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hjá HAF STUDIO sáu um hönnun Gáttaþefs og Linda Vilhjálmsdóttir skáld samdi kvæði um kappann. Jólaóróinn kemur í takmörkuðu upplagi og allur ágóði af sölu hans rennur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélagið á og rekur. Á Æfingastöðinni sækja börn og ungmenni iðjuþjálfun og/eða sjúkraþjálfun. Þjónustan er fyrir öll börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins.
Kærleikskúlan og Gáttaþefur verða seld í verslunum um land allt dagana 7.-21.desember.
// TRENDNÝTT
Skrifa Innlegg