fbpx

TRENDNÝTT

Íslenskt sjampó heillar Vogue

KYNNING

Tískutímaritið Vogue valdi sjampó Bláa Lónsins eitt það besta í heimi fyrir þurrt hár.

Í umfjöllun Vogue er fjallað um þann vanda sem fólk með þurrt hár glímir við og hvernig það sé sérstaklega erfitt að halda hárinu röku og nærðu yfir vetrartímann.

Hefðbundin sjampó innihaldi mörg hver efni eins og alkahól, súlfat og sílikon sem geta valdið hárþurrki. „Sem betur fer, á ört stækkandi markaði, er hins vegar til sjampó fyrir þurrt hár sem byggir á nýjustu tækni og úthugsuðum innihaldsefnum sem viðhalda náttúrulegum raka hársins,“ segir meðal annars í umfjöllun Vogue.

Í umfjölluninni er það tekið skýrt fram að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða heldur sé um val ritstjórnar Vogue að ræða.

Trendnet elskar þegar erlend virt tímarit eða vefsíður heillast að íslenskri vöru eða hönnun. Til hamingju með þessa viðurkenningu Bláa Lónið.

//
TRENDNÝTT

HILDUR GUÐNADÓTTIR Í SÖGUBÆKUR GOLDEN GLOBE

Skrifa Innlegg